Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1973, Page 3

Skinfaxi - 01.12.1973, Page 3
SKINFAXI L-------------------------- Tímarit Ungmennafélags Islands — LXIV. árgangur — 5.-6. hefti 1973 — Ritstjóri Eystelnn Þorvaldsson — Út koma G hefti á ári hverju. LANDIÐ ÞITT Allt frá árdögum íslenzku ungmennafé- lagshreyfingarinnar heíur það verið eitt af höfuðmarkmiðum félagsskaparins að vekja íslenskan æskulýð til umhugsunar um land- iS sitt, landnytjar og hina einstæðu náttúru- auðlegð þess. Jafnframt því hafa forystu- menn félaganna skipað sér i hóp ræktun- armanna í víðtækustu merkingu þess orðs, og jafnan haft að lelðarljósi hin sígildu kjör- orð hreyfingarinnar: „Rækiun lands og lýðs“ og „Islandi allt“ sem undirstrika vilja, stefnu, og markmið hennar í þessum efnum. Mönnum verður nú sífellt betur Ijóst hvers virð.'s það er að eiga land og nýta það á skynsamlegan hátt, og talið snýst ekki ein- göngu um vonir og óskir í þeim efnum held- ur um raunhæfar aðgerðir, sem byggðar eru á undanfarandi rannsóknum, svo og að- gerðum til lausnar ýmsum vanda, sem and- varaleysi fyrri ára hefur leitt yfir okkur. Sam- starf hefur tekist milli hinna ýmsu fram- kvæmdaaðila sem um meðferð landsins fjalla, og náttúruverndarmanna, en í hópi þeirra eru bæði vísindamenn og áhugamenn sem hafa augun opin og skilja hvers virði það er að halda sem eðlilegustu jafnvægi í ríki náttúrunnar, jafnframt því að nýta auð- lindir hennar innan skynsamlegra marka. Góðir ungmennarfélagar, við eigum þetta land, og verði því spillt fyrir aðgerðir mis- vlturra manna eða vegna fljótræðis gróða- sjónarmiða, er það óbætanlegt. Skipum okkur öll í sveitir þeirva manna sem skilja hvers virði það er að nota land- ið okkar og nýta að viti. Ungmennafélögin eiga að mynda varð- sveitir um landið sitt þvert og endilangt. Þau hafa þegar tekið landgræðslustarfið upp á sína arma og víða snúið vörn í sókn, nú er það varðveisla hverskonar náttúrverð- mæta og almenn náttúruvernd sem við þurf- um að s'nna og hefja fræðslu um innan fé- laganna með fyrirlestrahaldi, og beinni fræðslu úti í náttúrunni sjálfri undir leiðsögn kunnáttumanna. í varðstöðu góðir ung- mennafélagar. „ísland allt“. H. Þ. skinfaxi 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.