Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1973, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.12.1973, Qupperneq 5
Norræn landbúnaðarráðstefna á vegum UMFf 1974 k Svo sem mönnum er eflaust kunnugt er UMFÍ aðili að samtökum ungmenna- og ungbændafélaga á Norðurlönædum, en þau heita Nordisk Samorganisation for Ung- domsarbedje, skammst. NSU, eldra nafnið á þessum samtökum skýrir að vísu betur til- gang og markmið samtakanna en það þótti langt og óþjált og var því stytt, en gamla nafnið var „Nordisk Samorganisation for jordbrugsfagligt og kulturelt ungdotmsar- bedje.“ Eins og nafnið bendir til fjalla þessi sam- tök um landbúnaðarmál, menningarmál og V önnur félagsmál æskunnar, einkum þó í dreifbýlinu. í þessu skyni hefur NSU geng- ist fyrir ráðstefnum og fræðslunámskeiðum víðsvegar á Norðurlöndum. Sem stendur á UMFÍ einn mann í stjóm þessara samtaka og er það Sigurður Guðmundsson. Árlegur viðburður í starfi NSU hefur verið ráðstefna ungra bænda, þar sem fjall- að er um hin ýmsu málefni landbúnaðar- ins, frá sjónarhóli ungra bænda, og er jiá ekki eingöngu f jallað um hinar faglegu hlið- ar málsins, heldur einnig menntunarað- stöðu, félagsmál o.þ.h. Þá hafa þessar ráðstefnur einnig verið til þess að skapa kynni á milli bænda á Norð- v urlöndum og fræða ])á um hvers annars kag og búskaparhætti. Ráðstefnur jressar hafa verið haldnar í löndunum til skiptis og er röðin komin að íslandi að standa fyrir framkvæmd hennar árið 1974. Áætlaður ráðstefnutími er 4—6 dagar fyrst í marz. Dagskrá ráðstefnunnar er ekki full frágengin þegar j)etta er skrif- að, en þó liggur ljóst fyrir hvaða málaflokk- ar verða aðallega ræddir. Má þar fyrst nefna almennar upplýsingar og fræðslu um landbúnað á íslandi og þ. á m. nýtingu jarðhita í þágu landbúnaðar. Einnig verð- ur rætt um stöðu og jrýðingu landbúnaðar í atvinnulífi Norðurlandanna og einnig um hugsanlega kosti þess að búa í sveit umfram borg. Tæplega er hægt að segja meira frá ráð- stefnunni á joessu stigi málsins, en þegar nánari upplýsingar eru fyrir hendi s. s. end- anleg dagskrá, staðsetning, tímasetning og þátttakendaf jöldi þá mun þeim verða kom- ið til aðildarfélaganna, annað hvort bréflega eða í næsta tölublaði Skinfaxa. Þá geta þeir sem áhuga hafa á málinu haft samband við skrifstofu UMFÍ sem mun svara öllum fyrirspurnum eftir bestu getu. skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.