Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1973, Side 6

Skinfaxi - 01.12.1973, Side 6
BORÐTENNIS GETA ALLIR IÐKAÐ Borðtennis hefur verið mikið á dagskrá síðustu vikurnar, síðan hingað kom hópur úr röðum snjöllustu borðtennisleikara heims, þ. e. Kínverjar sem kepptu og sýndu íþrótt sína hér á landi. Kínverska íþrótta- fólkið kynnti þessa íþrótt með miklum glæsibrag. Þeir upplýstu okkur einnig um það að borðtennis er vinsæl fjöldaíþrótt í landi þeirra, sem er fjölmennasta land í heimi. Astæðan er sú sögðu þeir að það er auðvelt að koma upp útbúnaði og viðun- andi aðstæðum fyrir borðtennis. Stofn- kostnaður þarf ekki að vera hár, og svo er þetta íþrótt fyrir fólk á öllum aldri. Þetta leiðir huga okkar að því að borð- tennis er ung íþrótt hér á landi þótt það hafi lengi verið iðkað sem föndur einkum í skólum. Borðtennissamband íslands var stofnað 1972 og síðan hafa verið haldin íslandsmót og fleiri mót í borðtennis. Við snerum okkur til formanns Borð- tennissambandsins, Sveins Áka Lúðvíksson- ar, og spurðum hann fyrst um heimsókn Kínverjanna. Sveinn sagði að koma þeirra hingað hefði verið mikill ávinningur fyrir íþrótt- ina og vakið verðuga athygli. Hins vegar kvað hann allt of fáa hafa komið til að horfa á þessa snillinga leika. Því miður hafi almenningur ekki virst átta sig á því að hér var mjög sérstæður íþróttaviðburður að gerast. En þótt of fáir hafi komið í Laug- ardalshöllina til að sjá Kínverjana sýna og keppa, þá hefur aldrei verið þar örm- ur eins hrifning. Kínverjarnir fóru líka til Akraness og Keflavíkur og sýndu listir sín- ar þar. Við spurðum Svein hvort borðtennis væri mikið iðkað utan Reykjavíkur. Hann sagði að auk ofangreindra staða væru það Leikni kínverska borðtennis- fólksins vakti einstæða hrifn- ingu allra þeirra sem til þess sáu. Kínverjamir gátu komið spaðanum undir boltann við hinar erfiðustu aðstæður. —• (Ljósm. Gunnar) 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.