Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1973, Page 15

Skinfaxi - 01.12.1973, Page 15
ar hafa hagnýtt sér læknisfræðina í þágu íþróttanna meira en nokkrir aðrir og vís- indaleg þjálfun er hvergi á hærra stigi en austur þar. Ótal spurningar dundu á aust- urþýska landsþjálfaranum, Rudolf Schramme, meðan heimsmeistarakeppnin stóð yfir, en hann sagði aðeins: „Allir vilja fá að vita um leyndarmál okkar, en við höf- um bara ekkert leyndannál. Við höfum * fylgst náið með Bandaríkjamönnum árum saman, og eitt af því sem við lærðum af þeim var að láta sundfólkið keppa eins oft og kostur var á til að fá alhliða ke]ipnis- hörku. Að einu leyti er ástandið öðruvísi í USA. Bandarískir þjálfarar reyna að fela „leyndarmál" sín hver fyrir öðrum, en hjá okkur leggjum við áherslu á gagnkvæma upplýsingadreifingu þjálfaranna". Og að lokum bætti Schramme við brosandi: „í mörg ár höfum við lært af Bandaríkja- mönnum, og nú spyrja þeir hvert sé okkar leyndarmál“. Ákvörðun Alþjóða-sundsambandsins um að halda heimsmeistaramót í sundi hefur mælst vel fyrir. Áformað er að heimsmeist- aramótin verði framvegis fjórða hvert ár, mitt á rnilli olympíuleika. 'X Roland Matthes, olympíumeistari og heimsmeistari í baksundi. Hann hefur verið ósigr- andi í 6 ár. Hún á fjögur íslandsmet í hlaupum Ragnhildur Fálsdóttir. Ein mesta afrekskona landsins í frjáls- um íþróttum um þessar mundir er Ragn- hildur Pálsdóttir, sem er félagi í Umf. Stjarnan Garðahreppi. Keppnisferill Ragn- hildar síðastliðið sumar er einstaklega glæsilegur, sem sést best á því að hún setti samtals 15 Islandsmet ef reiknaður er ár- angur hennar sem meyja- stúlkna- og kvennamet. Ragnhildur á jn-'í núgildandi íslandsmet í 800 m hlaupi 2.17,8 mín., 1000 m hlaupi 3.01,2 mín., 1500 m hlaupi 4.53,7 mín., 3000 m hlaujri 10.53,8. Á afrekaskrá landsins fyr- ir árið 1973 er hún því efst í þessum fjór- um hlaupagreinum en hún er þar einnig í fjórða sæti í 400 m hlaupi með 61,7 sek. og með 1.44 í hástökki, þá gat Ragnhildur sér einnig sérstaklega gott orð í víðavangs- hlaupum síðasta vetrar og vors. Ragnhildur er fjölhæfur og einbeittur íþróttamaður sem hingað til hefur vaxið við hverja raun og hafa met hennar í hlaupagreinunum verið árangur viljafestu og mikillar vinnu og því sannarlega verð- skulduð. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.