Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 18
SAMTÍÐ OG FRAMTÍÐ Þing — starí eða lognmolla Skinfaxa hefur borist þinggerð 29. sam- bandsþings UMFÍ. Það fer ekki á milli mála að þetta hefur verið starfsmikil sam- koma og fjallað um mörg merkileg mál. Ef ég ætti upp að telja allar þær álykt- anir þingsins sem mér finnast áhugaverð- ar, yrði það of langt mál. Þess í stað ætla ég að minnast á nokkur þingmál sem mér þykja af ýmsum ástæðum sérstaklega um- ræðuverð. Eg vil taka það fram að ég var ekki kosinn fulltrúi á þingið, og mér var ekki boðið að sitja það. Eg sé hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að þessi mál séu rædd hér í blaðinu. Skinfaxi Vel skil ég þá ósk þingsins „að ekki líði nema 2Vz mánuður milli tölublaða“. Við þetta er aðeins það að athuga að síð- an blaðið var stækkað hafa alltaf komið út 6 númer á ári, en flest árin hefur að vísu komið tvöfalt hefti. Þetfca þýðir að ekki líða að jafnaði nema tveir mánuðir milli tölublaða. Eigi að síður hafa blöðin ekki komið með nákvæmlega jöfnu milli- bili, og sennilega miðar samþykkt þings- ins að því. Ástæður fyrir þessari óreglu- semi eru einkum tvær: í fyrsta lagi sú viðleitni að halda útgáfukostnaði blaðs- ins sem allra lægstum. í öðru lagi það að stundum líða vikur frá því blaðið er tilbúið til prentunar og þar til að það berst áskrifendum. í þessu sambandi vil ég skýna frá því að hlutverk ritstjóra er efnisöflun, myndaöflun, myndamótaöfl- un, hönnun blaðsins, allur prófarkalesfcur og samanburður. Þegar þessu er lokið og blaðið er fullbúið í pressuna, þá slepp- ir ritstjóri af því hendinni. Síðan er það annarra að sjá um að senda blaðið út og innheimta það. Þingið samþykkti eftirfarandi: „Athuga skal hvort ekki komi til greina að stækka blaðið og offsetprenta það“. Þetta finnst mér líka atriði sem hljóti að kopia til álita, og raunar hefur þetta þó nokkrum sinnum verið athugað. I samþykkt þings- ins segir hins vegar ekkert hver eigi að alhuga þetta, og ekki kemur fram að neinn hafi greint þingheimi frá athug- unum á þessu öðru hverju síðastliðin 10 ár. Þetta er eins og ábending til æðri máttarvalda, og þá má heita öruggt að ekkert gerist í málinu. Því miður er þessi fróma samþykkt aðeins dæmi um það tómlæti og það handahóf sem ungmenna- félagssamtökin sýna málgagni sínu. Hér 'befðu þurft að koma skýrar tillögur um það hvað mætti gera, hvað ætti að gera og hver ætti að framkvæma það. Stækk- un blaðsins hefur margsinnis verið rædd, en hver á að taka ákvörðun um slíkt ef ekki þing samtakanna? Ef tilkostnaður við blaðið er aukinn og áskriftargjöld hækkuð, þá er ekkert því til fyrirstöðu 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.