Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 6
Þessi mynd var tekin á námskeiði Félagsmála- skóla UMFÍ hjá íþróttafélaginu Leiftri á Ólafsfirði í desem- bermánuði sl. (Ljósm.: S. Geirdal). StofnaSur fyrir 4 árum Félagsmálaskólinn var stofnsettur með reglugerð á sambandsþinginu á Húna- völlum 30.-31. okt. 1971. í henni er gert ráð fyrir að stjórn UMFÍ sé skólastjóm hans og að hún kjósi sér skólastjóra. Arið 1972 var síðan kosin sérstök fræðslu- nefnd sem vann að endurskipulagningu fræðslumála UMFÍ. Samvinna við ÆRR Með tilkomu Æskulýðsráðs ríkisins breyttist skipan fræðslumála UMFÍ þar sem eitt aðal verkefni ÆRR skyldi vera að gefa út félagsmálanámsefni og halda námskeið fyrir leiðbeinendur í félags- málum. Töluvert af námsefni ÆRR er unnið upp úr námsefnum félagsmála- skóla UMFÍ, enda áttu fulltrúar UMFÍ stóran þátt í samningu þess. Haldin hafa verið tvö regluleg leið- beinendanámskeið á vegum ÆRR. Hið fyrra var haldið að Leirárskóla 26.-29. okt. 1972, en hið síðara að Flúðum, Hmnamannahreppi, 31. okt. — 2. nóv. 1975. Tókust bæði þessi námskeið mjög vel. Stór hluti þátttakenda á námskeiðun- um voru úr röðum ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Bæði þessi námskeið hafa verið UMFÍ mikill stuðningur í fræðslu- og kynningarstarfsemi UMFÍ og sam- bandsaðilanna. Samtals hefur ÆRR viðurkennt sem leiðbeinendur innan UMFÍ á milli 9Ö og 100 félaga sem rétt hafa til að kenna námsefni ÆRR. Þar af hafa 30-40 stjóm- að námskeiðum. ÆRR hefur nú gefið út framhalds- námsefni sem kallað er „Félagsmálanám- skeið 1I“. Lítil revnsla er enn komin á það efni og er það ekki alveg full frá- gengið. Áformað er að kalla innan skamms saman þá sem kennt hafa náms- efnið, og ræða um nánari tilögun kennsl- unnar. Eru það eingöngu héraðssam- bönd ungmennafélaganna sem sinnt hafa kennslu í námsefni II. Hér að ofan hefur verið rakinn nokkuð 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.