Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 19
Hluti þingheims á 29. sambandsjþingi UMFÍ aö Varmalandi. að stæ'kka blaðið. Offsetprentun verður hins vegar ekki fjárhagslega hagkvæm nema eitthvað raunhæft sé gert til að auka útbreiðslu blaðsins allverulega. Landhelgismálið Sjálfstæðisbarátta fámennrar þjóðar er ævarandi. Það megum við gerst kenna á sjálfum okkur núna þegar við mætum stórveldastefnunni grárri fyrir járnum í landhelginni. Þessi landhelgi á að trvggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni. Sú var tíðin að ungmennafélögin létu sér annt um sjálfstæðismál þjóðarinnar og gengu fram fyrir skjöldu í orrustum um tilverurétt íslendinga. Landhelgis- ályktun 29. þings UMFÍ er hins vegar fjarska lognmollulegur samsetningur. Annað tveggja er þetta útþ)mntur mála- miðlunargrautur eða dapurlegur vitnis- hurður um menn sem stýra deigum vopn- um í örlagaríkri baráttu — nema hvort tveggja sé. Enn alvarlegri tel ég þó um- mæli þingfulltrúa sem þinggerðin greinir frá um „að ekki mætti fordæma allar samningaleiðir þar sem í þeim gæti falist meiri friðun á fiskistobiunum". Það ætti enginn að þurfa að fkara í grafgötur um það livert slík röksemda- færsla á rót sína að rekja. Þetta eru ein- mitt „rök“ andstæðinga íslendinga í landhelgismálinu. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn gerðust svo lítilþægir að éta þetta upp þegar þeir voru að undir- búa samningana sem heimila útlending- um að taka lífsbjörgina frá Islendingum vegna þess að þeir hefðu stolið lienni ella. Þetta er upphaf flóttans, skaplaus undirgefni en ekki raunsæi. Þetta er ein- mitt sá hugsunarháittur sem stórvelda- stefnan leitast við að læða inn hjá þeim máttarminni er vilja standa á rétti sín- um. Samkvæmt honum er barátta okkiar nú við bresku sjóræningjana fánýt, — það „gæti falist meiri friðun á fiskistofn- unum“ í því, að leyfa þeim að stela samkvæmt samningi. í munni slíkra und- ansláttarmanna verður kjörorðið Islandi allt æði hjáróma. Hér læt ég staðar numið til þess að gefa öðrurn orðið. En það er samt dálítið fleira sem ég hef hug á að ræða seinna um þingmálin. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.