Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 14
ÍSBÖÐ OG SJÓSUND KALT — EN HOLLT Til er fólk sem baðar sig í ísköldu vatni daglega allan ársins hring. Stærsta skemmtun þess er að brjóta vök á ísinn að vetrarlagi og svamla þar um stund. Þýskur blaðamaður sem nýlega var á ferð í Norðaustur-Síberíu fylgdist með nokkrum „ísköllum" sem voru að baða sig í vök á stöðuvatni við Novosibrisk. Vatn þetta er notað til siglinga á sumrin og auðvitað til sunds en á vetuma til baða og skautaferða. Víða um lönd, m.a. í Evrópu stunda menn slík ísböð. Að loknu Nýárssundinu 1912 stilltu sund- kappamir sér upp fyrir framan myndavélina, bráðhressir eftir sund í svölum sæ um há- vetur. Sitjandi frá vinstri: Sigurjón Péturs- son, Erlingur Pálsson og Guðmundur Kr. Guð- mundsson. Standandi: Jón Tómasson, Jón Sturluson, Sigurjón Sigurðsson og Sigurður Magnússon. Margir spyrja hvort þetta sé ekki óhollt. Læknar segja það síður en svo óhollt svo fremi sem fólk byrji á þessu á réttan 'hátt. Ekki sé ráðlegt fyrir neinn að byrja á shku ísbaði undirbúningslaust að vetr- arlagi. Ef byrjað sé að sumarlagi og síð- an haldið áfram reglulega geti slík böð verið ágæt fyrir heilsunia. Þau geti verið styi'kjandi, komið í veg fyrir kuldasjúk- dóma og hindrað ýmis konar smitun. Varðandi æðasjúkdóma geti slíkt ískalt lost líka komið að gagni. Meðan baðað er í kuldanum dragast æðamar saman, en þegar menn koma upp úr og þeim hitnar, þá þenjast æðamar mjög út, og blóðrennslið eýkst vemlega. Gæta verð- þess að vera ekki lengi í slíku baði. íslenskir ískallar Ekki er okkur kunnugt um að slík böð sóu iðkuð hér á landi. En sú var tíðin að íslenskir sundmenn kepptu í sundi á nýársdag hvemig sem viðraði í ísköld- um sjónum í Reykjavíkurhöfn. „Nýárs- sundið“ svokallaða var háð á hverjum nýársdegi forfallailítið á árunum 1910— 1923. Keppt var í 50 metra sundi. Það var norðan stormur og kuldi þegar fyrsta ný- árssundið var háð árið 1910, en keppend- urnir, 5 að tölu, létu það ekki á sig fá og stungu sér í kólguna og syntu kná- lega. Sigurvegairi var Stefán Ólafsson á 46,0 sek., 2. Benedikt Waage, 3. Guð- 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.