Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 16
LAGÐUR AF STAÐ TIL ÓLYMPÍULEIKANNA Hinn kunni frjálsíþróttamaður Hreinn Halldórsson æfir af fullri alvöru fvrir ol- ympíuleikana í Montreal í sumar. Frá febrúarbvrjun hættir hann starfi sínu hjá Strætisvögnum Rey'kjavíkur og ætlar að helga sig æfingum af alefli fram að ol- vmpíukeppninni. Hér er um athyglisverða ákvörðun að ræða hjá Hreini. Hann hefur sjálfur látið svo um mælt að þetta sé nauðsynleg á- kvörðun þar sem honum sé ætlað að keppa við sér sterkari menn, og Hreinn ætlar sér ekki að verða síðastur í keppn- inni. Ákvörðun Hreins sýnir lí'ka að hann gerir sér ljósa grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að eiga möguleika á að Hreinn Halldórsson mundar kúluna. Ilann hyggst styrkja og þróa kaststíl sinn með æf- ingunum næstu mánuði. halda til jafns við hálfgerða og algjöra atvinnumenn sem skipa sér efst á heims- afrekaskrána. En enginn hefur áður lagt svo að sér fyrir íþrótt sína eins og Hreinn gerir nú. Félagslegar og efniahagslegar aðstæður íslenskra íþróttamanna eru svo slæmar að framtak sem þetta er nær ó- hugsandi, þó að einn íþróttamaður leggi þetta á sig nú í þetta sinn af ákveðnu til- efni. Allir sem fylgjast með íþróttum, vita að helsta afreksfólk heims í öllum íþrótta- greinum æfir við góðar aðstæður á hag- stæðasta tíma dags alla daga vikunnar. Minna dugar ekki til þess að komast í fremstu röð. Slíkan aðbúnað er hægt að skapa íþróttafólki án þess að um atvinnu- mennsku sé að ræða. Islensk íþróttasam- tök eru órafjarlægð frá því marki að geta boðið afreksfólki okkar svipuð kjör, og við höfum dregist aftur úr nær öllum löndum Evrópu og Norður-Ameríku í þessum efnum. Ákvörðun Hreins er því merkilegt framtak í þá átt að reyna að vinna upp það forskot sem aðrir hafa náð fram yfir okkur, og þetta átak er gert án opinbers stuðnings sem afreks- menn á borð við Hrein njóta í ná- grannailöndunum. Hreinn bætti islandsmet sitt í kúlu- varpi enn verulega sl. sumar og kastaði 19,46 m. Næstu mánuði, fram að olym- 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.