Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.1976, Blaðsíða 28
-7 FRÉTTIR ÚR STARFINU 32. ársþing Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands var haldið á Fáskrúðs- firði sunnudaginn 21. sept. sl. Formaður sambandsins, Sigurjón Bjarnason setti þingið og kynnti gesti þingsins, þá Þor- varð Árnason, stjórnarmeðlim ÍSÍ, Kristján Ingólfsson og Steinþór Magnús- son fyrrverandi formann UÍA og Sigurð Ó. Pálsson skálastjóra á Eiðum. Að loknum kosningum fundarstjóra og fundarritara voru lagðar fram skýrslur stjórnar, framkvæmdastjóra, gjaldkera og sérráða. í skýrslum stjórnar og fram- kvæmdastjóra kom fram að mun meiri umsvif hafa verið i rekstri sambandsins undanfarið ár en oft áður. Ársreikningar UÍA 1974 voru lagðir fram og sýndi rekst- ursreikningur tap upp á kr. 574.916.40. en heildarútgjöld voru kr. 1.011.368.80. Eftir- talin sérráð skiluðu skýrslum til þings- ins: handknattleiksráð, frjálsíþróttaráð, sundráð, körfuknattleiksráð og knatt- spyrnuráð. Auk þess lá frammi fjölrituð afrekaskrá UÍA í frjálsum iþróttum frá stofnun sambandsins og fjölrituð úrslit frá punktamóti ungilnga, sem haldið var á vegum skíðaráðs UÍA á Seyðisfirði 1. og 2. marz 1975. Þorvarður Árnason kvaddi sér hljóðs og sagði frá því helsta sem stjórn ÍSÍ væri að vinna að um þessar mundir. Er þingnefndir höfðu skilað störfum og þingið hafði afgreitt tillögur þeirra, voru tekin fyrir tvö sérmál þingsins, knattspyrnuþjálfaramál á Austurlandi og æskulýðsmál. Framkvæmdastjóri sambandsins, Her- mann Níelsson reifaði þjálfaramálið og taldi að of miklu fé væri varið til þjálf- unarkostnaðar, miðað við það sem í stað- inn kæmi. Urðu um þetta nokkrar um- ræður. Sigurjón Bjarnason hélt framsögu um æskulýðsmál. Samþykkti þingið að kjósa nefnd til að undirbúa ráðstefnu um æskulýðsmál í samvinnu við sveitarfélög og feliri aðila. Þá var kosin stjórn sambandsins og sér- ráð. Formaður var endurkj örinn: Sigur- jón Bjarnason Egilsstöðum. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Björn Ágústsson Egilsstöð- um, Dóra Gunnarsdóttir Fáskrúðsfirði, Elma Guðmundsdóttir Neskaupsstað, og Gísli Blöndal Seyðisfirði. í lok þingsins var samþykkt að halda næsta ársþmg UÍA á Vopnafirði og skal það standa i tvo daga. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.