Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 16
íþróttamennirnir æfðu og kepptu naktir og smuröu líkama sinn olíu til að veria hann sól og vindum, en þetta þýddi að stjórnvöld bönnuðu konum að vera áhorfendur af velsæmisástæð- um að því er þau sögðu. En hvers vegna var endir bundinn á hin fornu olympíuleika með vald- boði keisarans? Ástæðurnar eru sjálf- sagt margvíslegar, en flestir eru sam- mála um að fjármálaspilling og sið- gæðisspilling hafi leitt til þessara endaloka. Hnignun olympíuleikanna hélst í hendur við úrkynjun og hrun Rómaveldis. Atvinnumennska í íþrótt- um var þá þegar komin til skjalanna. Hin ýmsu borgríki sáu að hér var um stórt metnaðarmál að tefla. Olympíu- sigurvegari var lifandi auglýsing um ágæti ríkisins og stjórnar þess. Þjóð- söngur, sigurkrýning og margt fleira sem við sjáum nú aftur á olympíu- leikum nútímans, var notað til að reyna að sanna yfirburði í stjórnmál- um, og sigurvegurum var fagnað við heimkomuna eins og herforingjum sem sneru heim úr sigursælum her- leiðangri. Allir vita að nú á dögum er i vaxandi mæli tekið að leika á þessa sömu strengi og misnota íþróttirnar í pólitísku áróðursskyni. Þegar halla tók undan fæti og spill- ing rómverska ríkisins óx á öllum svið- um, urðu olympíuleikarnir aðeins skuggi þess sem áður var og íþrótt- irnar urðu að verslunarvöru. Neró keisari var t. d. gerður að olympíu- sigurvegara árið 67 e. kr., en með því hugðust grikkir blíðka rómverja á stjórnmálasviðinu. Smám saman fengu hrikalegri og grimmilegri skemmtanir þær vinsældir sem íþróttakeppni olympíuleikanna hafði áður. Til sögunnar voru komnir bar- dagar skilmingaþrælanna í Róm og önnur blóðug manndrápsatriði sem drottnarar Rómaveldis skemmtu sér við á hnignunarskeði þess. Þá var Þessi mynd er frá ol- ympíuleikunum í Aþenu 1906. Úrslit í 400 metra hlaupi eru að hefjast. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.