Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 11
Tóku þátt í fjölmennasta íþróttamóti heims Valdimar Guðjónsson Á hvítasunnudag, 6. júní s.l., hélt 38 manna hópur frjáls- íþróttafólks til æfinga og keppni í danmörku á vegum Hér- aðssambandsins Skarphéðins. — Þetta hlýtur að teljast merkilegt framtak og mikils virði fyrir hið unga fólk sem þarna fékk tæki- færi til að æfa við bestu aðstæð- ur. Slíkar ferðir og dvöl í æfinga- búðum hefur líka mikilsverða félagslega þýðing ufyrir þetta unga fólk. Einn hinna ungu skarphéðinsfélaga, sem þátt tók í ferðinni, skrifaði eftirfarandi frásögn um þessa ferð fyrir Skinfaxa. Það var í október á sl. ári sem undir- búningur fyrir Danmerkurferðina hófst fyrir alvöru, ætlunin var að dveljast um tveggja og hálfs vikna skeið við æfingar í aðalæfingabúðum dönsku ungmennafélaganna nánar til- tekið í Fuglsöcentret loks gafst svo hópnum kostur á að keppa á landsmóti dönsku ungmennafélaganna i Esbjerg 24.—27. júni. Okkur var gert að skila æfingaskýrslum til nokkurra forystu- manna í frjálsíþróttanefnd HSK mánaðarlega, en æfingaskylda var þrisvar sinnum í viku minnst. Áhug- inn var mikill hjá hópnum og var æft mjög vel almennt allan veturinn. Tvisvar kom hópurinn allur saman og var þá æft sameiginlega siðla dags, kvöldmatur á eftir og loks kvöldvaka. Var þá rætt um undirbúninginn, æf- ingarnar, dansað o.m.fl. Þessar sam- æfingar eru mjög vinsælar hjá okkur og þrýsti þetta hópnum mjög mikið saman. Tel ég að þær ættu að vera á hverjum vetri, hvort sem verið er að æfa fyrir danmerkurferð eða venju- legt keppnistímabil. Það leið að vori og við höfðúm nóg að snúast bæði við að æfa og einnig að safna i sameigin- legan ferðasjóð en undirbúnings- nefndin stefndi að því að geta borgað fargjaldið fyrir allan hópinn út og heim aftur. Við héldum hlutaveltu, bingó, kökubasara o.fl. Loks leið að burtfarardegi og kom þá í ljós að nokkur sæti voru laus, og bauð þá undirbúningsnefndin nokkr- SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.