Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 3
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVII. árgangur — 3. hefti 1976. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Eysteinn Þorvaldsson. — Út koma 6 hefti á ári. LÁTUM EKKI FÁNANN FALLA Árið 1940 endurvakti íþrótta- og æskulýðs- frömuðurinn Sigurður Greipsson Landsmót UMFÍ með myndarlegu móti á þeirra tíma visu heima á föðurleifð sinni í Haukadal í Biskupstungum. Til þess verks naut Sigurður aðstoðar fjölmargra samtíðarforustumanna innan ungmennafélagshreyfingarinnar og sveitunga sinna, sem sumir hverjir eru í for- ýstusveit félaganna enn i dag. i þessu sambandi verður ekki komist hjá Því að nefna eitt nafn, svo nátengt er það Þessu endurvakningarstarfi og framþróun landsmótanna frá þessum tíma, en það er nafn Þorsteins Einarssonar, iþróttafulltrúa rík- isins, sem öllum öðrum fremur hefur átt hlut að máli, bæði er varðar uppbyggingu mann- virkja og undirbúning og framkvæmd mót- anna fram á þennan dag. Undir leiðsögn hans °9 fyrir forgöngu fjölmargra forustumanna angmennafélagshreyfingarinnar hefur okkur tekist að hefja merki landsmótanna svo hátt, að fáar íþrótta- og æskulýðshátíðir hérlendis aá þar samjöfnuði. Landsmótin eiga að vera hvati til starfs, í víðtækustu merkingu þess orðs, um land allt i félögunum og á heimaslóðum framkvæmda- aðila mótanna. Þau örva markvissa uppbygg- ingu hverskonar mannvirkja, sem þó voru í sjónmáli þegar mótsstaðurinn var ákveðinn, sú hefur og verið raunin og til þessa hefur Þetta sjónarmið verið viðurkennt af öllum for- ráðamönnum fjárveitingavalds. Þennan ávöxt landsmótanna ber að rækta, °9 það er leitt til þess að vita ef fjárveitinga- vald sér þann veg helstan út úr ógöngum erfiðs efnahags, að hefta þennan vöxt og hætta að leggja hönd á plóg þar sem æskan á í hlut. Eins og jafnan endranær mun æskan sjá um sinn þátt, sem er hinn félags- og Iþróttalegi undirbúningur landsmótanna, en hann vex stöðugt að umfangi og glæsibrag. 16. Landsmóti UMFÍ hefur verið valinn staður við Eyjafjörð, í hinum unga kaupstað Dalvík, og á að fara þar fram árið 1978. Blikur eru nú á lofti, og næsta óljóst hvort aðstaða til landsmótshalds verði þar fullgerð fyrir þennan tíma vegna tregðu á fjárveitingum ríkisvaldsins til nauðsynlegra og fyrirhugaðra mannvirkja þar á staðnum. Það mun skapa umtalsverðan vanda í allri framkvæmd og framþróun landsmótanna ef keðjan verður slitin nú, því hér er um að ræða margra ára skipulega uppbyggingu, sem ná á til landsins alls áður en likur. í tilefni þess að á þessu ári eru 70 ár liðin frá því merki ungmennafélagshreyfingarinnar var á loft hafið með stofnun Ungmenna- félags Akureyrar og i tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því að forustumenn sama félags höfðu forgöngu um stofnun Ung- mennafélags íslands á Þingvelli við Öxará, heiti ég á alla forráðamenn ríkisfjárveitinga að færa heimabyggð frumkvöðlanna þá tiltölu- lega litlu fjármuni sem hér um ræðir til þess að unnt reynist að Ijúka nauðsynlegum fram- kvæmdum á Dalvík fyrir 1978. Fórnarlund og framlög heimamanna munu ekki eftir liggja. Látum ekki fánann falla, sem höfðinginn í Haukadal hóf á loft fyrir 36 árum. Allar beiðnir okkar um fyrirgreiðslu I dag eru smámunir samanborið við það sem Sigurður Greipsson og félagar hans lögðu fram og framkvæmdu fyrir landsmótið í Haukadal árið 1940. H.Þ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.