Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 9
voru tengdir ákveönum byggðarlögum hér á landi. Hápunktur sýningarinnar og loka- atriði var hinn skemmtilegi íslenski vefaradans, sem flokkurinn sýndi af einstakri innlifun og léttleika. Söng- stjóri og kynnir var Sigurður Guð- mundsson, skólastjóri. Frj álsíþróttafólk okkar tók nú í þriðja sinn þátt í frjálsíþróttakeppni Landsmóts DDGU eins og áður getur, en þar er um stigakeppni að ræða, og tók UMFÍ þátt í henni eins og eitt fylki eða amt i Danmörku. Að þessu sinni voru lið UMFÍ tvö, a- og b-lið. B-liðið var að mestu skipað ungu íþróttafólki sem dvalið hafði í æfinga- búðum í (Fuglsöcentret) um það bil þrjár vikur fyrir landsmótið og æft þar undir leiðsögn Olö Schöler. Þó varö b-liðið að sjá af nokkrum sínum bestu yfir í a-liðið þegar keppnin hófst. Úrslit stigakeppninnar varð sú, að a-lið karla frá UMFÍ lenti i fyrsta sæti, og a-lið kvenna í öðru sæti. Gifurlegur hiti mótsdagana dró veru- lega úr afrekum íþróttafólks okk- ar, þó var sem jafnan áður um mjög skemmtilega og jafna keppni að ræða í flestum greinum. íslensku áhorfend- urnir settu sem jafnan áður skemmti- legan svip á mótið með samstilltum hvatningarópum og einlægri gleði yfir unnum sigrum. Frábær aðstaöa og móttökur Móttökur allar af hálfu DDGU og framkvæmdaaðila mótsins voru til mikillar fyrirmyndar. Boðið var upp á kynningar- og skemmtiferðir dagana fyrir mót, sem margir þáðu og höfðu ánægja af. Búið var í myndarlegum og vel- útbúnum skólum í nágrenni við móts- svæðin og þar snæddur morgunmatur. Hádegismatur var síðan framborinn í stórum veitingatjöldum á mótsstað. Hin glæsilegu íþróttamannvirki í Esbjerg vöktu óskipta athygli okkar íslendingana, sömuleiðis borgin sjálf, og siðast en ekki síst verða okkur minnisstæðir hinir sólríku sumardag- ar sem við dvöldum í Danmörku í sum- ar, enda hver stund notuð til þess að baka kroppinn og liggj a í sólinni. Einn daginn komst hitinn í 40 stig í skugg- anum, og var það á tennisvelli þar sem keppni fór fram. Ég vil að lokum þakka öllum is- lensku þátttakendunum í Landsmót- inu i Esbjerg glæsilega framgöngu í hvívetna og skemmtilega og ánægju- lega ferð. Minnumst öll þessara góðu daga, þegar að okkur kemur að endurgjalda móttökurnar hér heima. H.Þ. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.