Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 5
Ungmennafélögin á Vestfjörðum: LEGGJA ÁHERSLU Á FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Guðjónsson form. HVÍ. Héraðssamband Vestur-ísfirðinga hefur gengist fyrir frj álsíþróttamóti fyrir börn og unglinga á aldrinum 10—16 ára, og svo er enn í ár. Keppt er i tveimur aldurshópum og fær stig- hæsta félagið verðlaunagrip að sigur- launum. Þegar Skinfaxi náði tali af Jóni Guðjónssyni formanni HVÍ í lok júní- mánaðar, var þessi keppni nýhafin á Þessu sumri. Keppt er á fjórum stöð- um: á Núpi, Þingeyri, Plateyri og Suðureyri. Félögin á hinum ýmsu stöðum sjá um framkvæmd keppninn- ar. Þetta hefur gefist vel, og þátttaka hefur verið mjög góð. — Hugmyndin að baki þessu sér- kennilega mótshaldi er tvíþætt, sagði Jón. — í fyrsta lagi eru byggðirnar svo dreifðar í héraðinu, að það yrði óbærilegur kostnaður að smala öllum á einn stað. í öðru lagi komast sam- tökin í betri tengsl við fjölskyldur krakkanna þegar mótin eru í þeirra heimabyggð; allir geta fylgst með og örvað áhugann. Um áætlað íþrótta- og félagsstarf vesturísfirsku ungmennafélaganna i sumar fræddi Jón okkur skilmerkilega, °g skal hér getið þess helsta: Hinn 12. júlí hefst sumarbúðanám- skeið HVÍ á Núpi í Dýrafirði. Það stendur í lo daga. Áhersla verður lögð á sund, frjálsar íþróttir og ýmsa leiki og félagsslegt starf. Aðalleiðbeinandi verður Kristján Valdimarsson og um- sjónarmaður ingólfur Björnsson. Hið árlega héraðsmót HVÍ í frjáls- um íþróttum fer fram dagana 10.—11. júlí og verður það einnig á Núpi. HVÍ hyggur á þátttöku í tveimur frjáls- íþróttamótum utanhéraðs í sumar: Vesturlandsmótinu á Akranesi og í 2. deild bikarkeppni FRÍ. — Það má því segja að við leggjum talsverða áherslu á frjálsar íþróttir núna, sagði Jón. Það er heldur ekki ófyrirsynju, við náðum 6. sæti á Landsmótinu í fyrra í stiga- keppni frjálsra íþrótta og sendum þó aðeins 15 manns á mótið. Þetta var mikil uppörvun fyrir okkur, og við vildum gjarnan sækja betur fram á þessum vettvangi. Aðspurður um knattspyrnuna sagði Jón að áhugi fyrir henni væri alltaf talsvert mikill í þorpunum.. Þeir hefðu hins vegar gefist upp á þátttöku í 3. deild KSÍ. Sambandið við KSÍ hefði ekki verið gott, dómaramálin í ólestri og lítill skilningur á vandamálum SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.