Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 14
í Fug'Isö er góð baðströnd, og margir brugðu sér í sjóinn til að kæla sig því að oft var hitinn mikill. ingum sínum. Keppt var í frjálsum íþróttum á velli alveg við hliðina á aðalleikvangnum. Ég ætla ekki að rekja árangra okkar né UMFÍ-hópsins hér, en afrekin voru flest ágæt, t. d. sigraði UMFÍ í stigakeppni í karla- greinum. Leið nú að lokum þessarar ferðar og sá víst enginn eftir að hafa farið. Til gamans má skjóta hér inn einu sem einn UMFÍ-mannanna sagði í keppninni: „Danirnir eru bókstaf- lega hvítir (á hörund) miðað við þessa HSK-menn“ en það má geta þess hér að við lentum einmitt í hitabylgju sem hefur herjað á mestalla Evrópu í sumar, og var oftast verið í sólbaði milli æfinga eða fólk skellti sér í sjó- inn en ágæt baðströnd er í Fuglsö. Ég er þess alveg fullviss að útkoman úr þessari ferð, bæði fyrir HSK og hópinn sem fór út, er mjög góð þegar á heildina er litið, þarna kom eftir ferðina samhentur ungur hópur sem á framtíðina fyrir sér. Ekki má gleyma að minnast á gestina en þeir voru 1 frá ÍR, 1 frá HSH, 1 frá KA og 7 frá HSÞ svo alls vorum við 39. Allt voru og eru þetta fínir krakkar og að sjálf- sögðu sköpuðust góð kynni milli okkar og þeirra og var mjög gaman að kynn- ast þarna krökkum úr flestum lands- hornum. Ég held að fleiri félög innan UMFÍ ættu að stefna að svona ferðum með tilliti til þess hvernig þessi ferð heppn- aðist og ekki síst þar sem UMFÍ hefur gert mjög góða samninga við Ferða- miðstöðina um helmings afslátt af fargjaldi fyrir svona ferðir. Að lokum vil ég koma hér fram þökkum til allra þeirra sem gerðu þessa ferð mögulega og lögðu í það mikla vinnu og gerðu það kleift að hafa kostnaðinn svona lítinn, en við losnuðum alveg við að borga fargjald vegna þess hve vel var að þessum mál- um unnið. Valdimar Guðjónsson. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.