Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.06.1976, Blaðsíða 13
um gestum úr öðrum landshlutum og komust færri að en vildu. Lagt var af stað 6. júní og skyldi dvalist til 27. júní. Komum við til Fuglsö að kvöldi sama dags eftir að hafa gengið um stræti kóngsins Kaupmannahafnar og flogið frá Khöfn til Tistrup-flug- vallar og farið síðan með rútu til Fuglsö. Þar hittum við fyrir forstöðu- mann búðanna og okkar gamalkunna þjálfara Ole Schöler en hann þjálfaði m.a. HSK-liðið fyrir landsmótið á Akranesi ’75 og hefur reynst HSK mjög innan handar bæði hvað varðar þjálfun og einnig sá hann alveg um að fá pláss fyrir hópinn í þessum fjöl- sóttu æfingabúðum. Nú byrjuðu æfingar af fullum krafti og var æft tvisvar sinnum á degi hverjum. Fæði og húsnæði var eins og maður getur frekast óskað sér, að- staðan var mjög góð þarna fyrir svo að segja allar tegundar íþrótta, t.d. tveir stórir íþróttasalir. Meðan við dvöldum þarna komu m.a. knatt- spymumenn, badminton-fólk, hand- boltafólk o.fl. Ég segi fólk því þarna kom fólk af öllum aldri (einnig krakk- ar) og dvaldi við æfingar. Við héldum nokkur æfingamót og ekki stóð á því að margir fóru að bæta sig og sumir verulega. Við fengum að halda eitt mót á aðalleikvanginum í Árósum en þar er fullkomin aðstaða, tartan- brautir o.s.frv. Tíminn leið allt of fljótt og nú fór ævintýrið að enda og 24. júní var lagt af stað í rútu á lands- mótið í Esbjerg, en flestir úr okkar hópi áttu að keppa þar, nokkrir voru í UMFÍ-landsliðinu og svo kepptu margir fyrir HSK en við fengum að íslenskir keppendur og áhorfendur í sól og sumaryl á áhorfendapöllum leikvangsins í Esbjerg meðan landsmót DDGU fór þar fram. senda lið úr okkar hópi til keppni og að sjálfsögðu sá Ole um það fyrir okkur. Við sem fengum að keppa þarna gleymum því aldrei, og flestir sem kepptu þarna strengdu þess heit að vera með næst og gera þá enn bet- ur. Já ég sagði þarna að við sem kepptum mundum aldrei gleyma því. Það er nú fyrst og fremst vegna þess að það er hreint ekki svo lítið að fá að keppa á „Verdens störste idræts- tævne“ stærsta íþróttamóti heims, en keppendur á landsmótinu voru alls um 23 þúsund, og til samanburðar má geta þess að keppendur á Olympíu- leikunum hafa oftast verið í kringum 4500 hin síðasri ár. Þessi mikli fjöldi lá held ég aðallega í því hve mikið var um stóra fimleikaflokka sem bók- staflega fylltu leikvanginn með sýn- SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.