Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1977, Síða 3

Skinfaxi - 01.02.1977, Síða 3
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVIII. árgangur — 1. hefti 1977 Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. RITSTJÓRARABB Á skammri stund skipast veður í lofti, segir í gömlu máltæki. Máltæki þetta kom ósjálfrátt upp í huga minn þegar gengið hafði verið frá ráðningu minni sem ritstjóra þessa blaðs. Ekkert hafði verið jafnfjarri huga mínum þegar leitað var eftir því að ég tæki starfa þennan að mér. Sú ákvörðun að taka við ritstjórn, a.m.k. um tíma, er afleiðing allná- kvæmrar íhugunar á málefnum Skin- faxa og jafnframt ungmennafélags- hreyfingarinnar í landinu. Ekkert er jafnnauðsynlegt svo fjölmennri hreyf- ingu, en að eiga sér verðugt málgagn, málgagn sem endurspegli hið fjöl- breytta starf sem fram fer innan þess- arar hreyfingar, en er um leið máls- vari þeirra hugsjóna og hugmynda sem þar er barist fyrir, málgagn, sem skinfaxi verði þegar fram líða stundir, áreið- anleg heimild komandi kynslóðum. Með ofangreinda íhugun að leiðar- Ijósi og löngun til þess að koma henni í framkvæmd, tek ég til starfa. ÍSLANDI ALLT. Gunnar Kristjánsson. LANDSBOKASAFM

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.