Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 5
Gunnar Kristjánsson.
Ritstjóraskipti
á Skinfaxa
Eysteinn Þorvaldsson.
GUNNAR KRISTJÁNSSON hefur nú
verið ráðinn ritstjóri Skinfaxa og er
þetta fyrsta eintak blaðsins sem hann
ritstýrir. Gunnar er okkur vel kunnur
að störfum sínum innan hreyfingar-
innar en hann er nú formaður HSH,
og hefur einnig starfað sem fram-
kvæmdastjóri sambandsins. Gunnar
er Grundfirðingur að ætt, 26 ára gam-
all og kennari að mennt. Hann hyggur
á frekara nám og er nú nemandi í
öldungadeild Menntaskólans í Hamra-
hlíð og mun ljúka þaðan stúdents-
prófi í vor. Með ráðningu fasts starfs-
manns við blaðið er þess vænst að
meiri festa skapist í útgáfu þess og er
hér með skoraö á menn að leggja hin-
um nýja ritstjóra lið með skrifum í
blaðið, öflun frétta og mynda og á-
bendingum um efni. Hreyfingin vænt-
ir sér góðs af störfum Gunnars og býð-
úr han velkominn til starfa.
EYSTEINN ÞORVALDSSON, sem ver-
iS hefur ritstj óri Skinfaxa undanfarin
ár, lætur nú af störfum að eigin ósk.
Eysteinn tók við ritstjórn blaðsins
1969 og hafði raunar annast útgáfuna
nokkur árin ásamt Eiríki J. Eiríkssyni,
en þá voru ritstjórarnir tveir. Með
tilkomu Eysteins á blaðið breytti það
nokkuð um svip, varð líflegra í útliti
og uppsetningu, flutti fjölbreyttara
efni en áður og heftunum fjölgaði í
sex á ári. Skinfaxi og hreyfingin í
heild standa í mikilli þakkarskuld við
Eystein fyrir störf hans við blaðið, en
þau voru nánast ólaunuð, og unnin
við erfið skilyrði þar sem fé til útgáf-
unnar hefur jafnan verið af skornum
skammti. Þótt Eysteinn láti nú af
störfum við blaðið væntum við þess
að við njótum ráða hans og þekkingar
varðandi útgáfuna hér eftir sem
hingað til.
Ég færi Eysteini þakkir okkar á
skrifstofunni fyrir ánægjulegt sam-
starf og hreyfingin í heild þakkar
honum vel unnin störf.
Sigurður Geirdal.
SKINFAXI
5