Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 6

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 6
Hreinn Halldórsson býr sig undir að kasta. Afreksmaður íslendingar hafa nú eignast Evr- ópumeistara í fjórða sinn á 30 árum. Gunnar Huseby varð fyrstur íslend- inga til að hljóta þennan titil 1946 og aftur 1950 og auðvitað í kúluvarpi í bæði skiptin. Torfi Bryngeirsson hlaut það sama ár Evrópumeistara- titil í langstökki. í þriðja sinn er kúlu- varpari að verki og nú hinn góðkunni Hreinn Halldórsson, sem þekktastur er undir nafninu Strandamaðurinn sterki. Þessu glæsilega afreki náði Hreinn á Evrópumeistaramótinu í San Sebastian á Spáni 6. mars sl., er hann kastaði í fyrsta kasti 20,59 m. Hreinn er einn þeirra íþróttamanna sem af mikilli elju og áhuga hefur lagt rækt við íþrótt sína og á þann hátt náð þeim árangri að komast í fremstu röð kúluvarpara heimsins. Framfarir hans hafa verið mjög stór- stígar síðustu árin. Má til gamans geta þess að á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki 1971 var Hreinn meðal keppenda og lenti þar í þriðja sæti með kast upp á 14.85 metra. Á Lands- mótinu á Akranesi 1975 var Hreinn aftur meðal keppenda og sigraði þá, lengsta kast hans mældist 17.71 m. Á báðum þessum landsmótum keppti Hreinn fyrir sitt gamla samband Hér- aðssamband Strandamanna. Hreinn hefur nú gengið i raðir KR-inga. Með þessum árangri sínum hefur Hreinn beint athygli erlendra þjóða að íslandi. Skilningur ráðamanna á fjárþörf íþróttahreyfingarinnar hef- ur farið vaxandi á siðustu árum og hafa afrek íþróttamanna á erlendri grund ef til vill ekki sist orðið til þess að opna augu þeirra fyrir landkynn- ingu sem leiðir af þeim afrekum; er í því sambandi skemmst að minnast árangurs handknattleiksmanna okk- ar fyrir skömmu. Skinfaxi færir Hreini sínar bestu hamingjuóskir með titilinn. # \ 'ttr- '.O* og kúlan flýgur... 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.