Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 10

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 10
Útgáfustarfsemi Stöðugt færist í vöxt að hin einstöku ungmennafélög gefi út vandaða árs- skýrslu. Skinfaxa hefur borist slik skýrsla frá Umf. Tindastóli á Sauðár- króki. í henni kemur fram að starfið hefur verið hið blómlegasta sl. starfs- ár og félaginu til mikils sóma. Þá hefur Skinfaxa borist skákblað íþróttasambands Austurlands, þar sem getið er helstu viðburða á skák- sviðinu. Skáksamband Austurlands var stofnað 8. maí 1976 og er Trausti Björnsson, Eskifirði, formaður þess. Umf. Fram á Skagaströnd átti 50 ára afmæli á síðasta ári og gaf í því sambandi út smekklegt myndum prýtt afmælisrit. í afmælisritinu er m. a. ágrip af sögu félagsins, myndir af formönnum Fram í 50 ár, hugleið- ingar um starfs ungmennafélaganna, afrekaskrá frá 1974 í frjálsum íþrótt- um og sundi ásamt viðtölum o. fl. Fyrsti formaður Fram var Jóhannes Jósefsson, en núverandi formaður er Guðmundur Haukur Sigurðsson. Umf. Breiðablik og Umf. Laugdæla hafa gefið úr rit til kynningar á leik- mönnum sínum í körfubolta, og blaki, þeir síðarnefndu. Þá hefur Skinfaxi komist í árs- skýrslu Umf. Selfoss fyrir árið 1976, er hún upp á 62 síður, og ber það með sér að vel hefur verið starfað á sl. ári. Má þar m. a. sjá að fundir aðal- stjórnar, stjórna og deilda svo og nefndafundir urðu alls 231 á sl. ári; að Umf. Selfoss var með 47 þjálfara á sínum snærum; að félagar þess tóku þátt i 108 mótum innan lands og 5 erlendis; að 10 deildir eru innan fé- lagsins sem allar skila yfirliti yfir starf sitt i skýrsluna; að skráðir fé- lagar Umf. Selfoss eru 663; að Umf. Selfoss kaus í fyrsta sinn íþróttamann ársins fyrir árið 1976 og að titilinn hlaut í þetta sinn Steinþór Guðjóns- son, sundkappi þeirra Selfyssinga. Stjórn Umf. Selfoss er skipuð eftir- töldum mönnum 1976; Hörður Óskars- son, form.; Sigurður Ingimundarson, varaform.; Símon I. Gunnarsson, gjk.; Gísli Á. Jónsson, ritari og Kristján S. Jónsson meðstjórnandi. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.