Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1977, Síða 14

Skinfaxi - 01.02.1977, Síða 14
Sigurjón Bjarnason Hvers virði er sjálfstæði? íslendingar eru sammála um að það hafi verið gæfuspor stigið, þegar ís- land varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Það er og gjarnan haft við orð, að ungmennahreyfingin hafi átt sinn stóra þátt í sjálfstæðisbaráttunni. Ljóst er þó að sigur vannst í sjálfstæð- ismálinu fyrst og fremst vegna sam- heldni hinnar íslensku þjóðar. Nú segja skæðar tungur að sjálf- stæði vort sé í hættu, og valdi því efnahagsleg óráðsía, sem aftur hefur skapast af sundrungu þjóðarinnar. Sá hluti þjóðarinnar sem sprottið hefur úr grasi síðan lýðveldið var stofnað hefur ekki kynnst voru þjóð- félagi öðruvísi en sundruðu í hina ýmsu hagsmunahópa, sem allir heyja hina grimmustu samkeppni um auð og völd. Hver einstakur hópur heldur því fram að forystan sé best geymd í höndum hans, þar sem sú leið sé hin eina rétta til að „efla hagsæld þjóð- arinnar". Hin ómerkilegustu atriði hafa ís- lendingar getað fundið sér til sem deiluefni. Engin tillaga hefur verið svo fráleit að allir hafi hafnað henni sem hreinni heimsku, og um öll þjóð- þrifamál hafa staðið deilur, ef ekki um málefnið sjálft, þá um það hvernig að því er unnið og af hvaða mönnum. Þegar hlýtt er á allt þetta þras og deilur um keisarans skegg, vaknar spurningin. Heldur þjóðin vöku sinni- Erum við kannski með þessum „merku umræðum" að gæta fengins sjálfs- forræðis? Vegna geysilegra áhrifa fjölmiðla á hugsunarhátt fólks, vil ég einnig spyrja: Gæta hinir íslensku fjölmiðl- ar þess að sérhver hugsandi íslending- ur viti hvers virði það er að vera frjáls maður í frjálsu landi? Og hvernig er það með ykkur, gömlu ungmennafélagar? Hafið þið ef til vill komist að því á ykkar efri árum, að hið fengna sjálfstæði sé ekki hið endanlega takmark, heldur sé tilgang- urinn allt annar og æðri? Er kannski hugsanlegt að hægt sé að öðlast hinn nýja tilgang í skiptum fyrir hið dýr- keypta sjálfstæði? Ef þetta er ekki skoðun ykkar, hvers vegna standið þið þá í hrókaræðum um fánýt málefni eins og litasjónvarp, zetu, erlendan atvinnurekstur á ís- landi, embættaveitingar, launakröfur allra stétta, á meðan sjá má hið efna- hagslega sjálfstæði þjóðarinnar fara forgörðum? Væri ekki nær að fara að varðveita þó ekki væri nema hluta af hinu fengna frelsi, sem við erum langt komnir með að missa út úr höndunum á okkur? 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.