Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1977, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.02.1977, Qupperneq 24
slæma fjárhagsstöðu sambandsins, og samþykkti þingið að lækka stjórnun- arkostnað úr tæpum tveim milljónum í 600 þúsund krónur. Sambandið mun því ekki hafa framkvæmdastjóra á launum fyrst um sinn. Stjórnarmenn munu hins vegar hafa viðtalstíma í Skarphéðinssal, Eyrarvegi 15, Sel- fossi, á þriðjudögum og föstudögum milli kl. 5 og 7 síðdegis. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins, þær helstu að myndað yrði sambandsráð er saman stæði af formönnum allra ungmenna- félaga á sambandssvæðinu, er komi saman til fundar a.m.k. einu sinni á ári. Samþykkt var á þinginu að HSK tæki að sér að halda 15. Landsmót UMFÍ á næsta ári, á Selfossi. Þingið samþykkti áskorun þess efn- is að alþingismenn felldu framkomna breytingartillögu á áfengislögunum um heimild til bruggunar áfengs öls á íslandi. Þá samþykkti þingið að fela stjórn sambandsins að gera könn- un á íþróttalegri aðstöðu sambands- félaganna og senda niðurstöður þeirr- ar könnunar til félaganna og sveitar- félaganna. í stjórn sambandsins voru kosnir: Kristján Jónsson, form., Hreinn Er- lendsson, ritari, Kristján Ágústsson, gjaldk., Finnbogi Jóhannsson og Páll Björnsson, meðstjórnendur. Stjórnin kaus á fyrsta fundi sínum 4 menn í Landsmótsnefnd: Þá Jó- hannes Sigmundsson, form., Hjörleif Jóhannsson, Gísla Magnússon og Má Sigurðsson; fimmti maðurinn í nefnd- inni er tilnefndur af UMFÍ. Afmælisrit. Ungmennafélag Selfoss 40 ára í nóvember sl. kom út á vegum Umf. Selfoss mjög myndarlegt afmælisrit, sem gefið er út í tilefni 40 ára afmælis félagsins sem var á því ári. Ritstjóri er Páll Lýðsson bóndi í Litlu-Sandvík. Þetta myndarlega afmælisrit er 320 blaðsíðna bók, prýdd fjölda mynda og prentuð í Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi. Káputeikning er eftir Ólaf Th. Ólafsson teiknara á Selfossi. Ritstjóri á mikinn heiður skilið fyr- ir vandvirknisleg vinnubrögð og hversu mikla vinnu hann hefur lagt í það að sannreyna ýmsa atburði sem greint er frá í fundargerðum og öðrum rituðum frásögnum af félagsstarfinu. Þessi persónulegu viðtöl ritstjórans við ýmsa félagsmenn gera bókina einkar skemmtilega aflestrar og glæð- ir hana lífi. Afmælisritið greinir mjög vel frá hinu umfangsmikla og fjöl- þætta starfi sem unnið hefur verið að á vegum Umf. Selfoss og forvera þess, Umf. Sandvíkurhrepps. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.