Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 26

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 26
KARLAR: 50 m. skriösund sek. Páll Sigurðsson, V 34,4 Ágúst Leósson, V 35,4 Sigurgeir Sigurgeirsson, V 43,0 50 m. bringusund sek. Lúðvík Smárason, R 47,2 Sigurgeir Sigurgeirsson, V 50,6 Böðvar Kristófersson, V 54,4 Steingrímur Leifsson, V 58,1 4x25 m. fjórsund mín. Páll Sigurðsson, V 1:29,7 Ágúst Leósson, V 1:34,0 100 m. bringusund min. Ágúst Leósson, V 1:33,5 Páll Sigurðsson, V 1:37,5 50 m. baksund sek. Páll Sigurðsson, V 43,0 Lúðvík Smárason, R 51,2 Sigurgeir Sigurgeirsson, V 60,4 4x25 m. boðsund mín. A-sveit Víkings 1:24,7 Páll, Ágúst, Böðvar, Sigurgeir Fréttatilkynning frá Ungmf. Bolungarvikur Laugardaginn 2. apríl sl. minntist Ungmennafélag Bolungarvíkur 70 ára afmælis síns með hátíðafundi í Fé- lagsheimili Bolungarvíkur. Á dagskrá var m.a. ávörp, rakin var saga félags- ins, kórsöngur og kaffiveitingar. Einn- ig var haldin sýning á myndum, fund- argerðarbókum, blaði félagsins Ása- Þór, og fleiri munum úr starfi félags- ins. Ungmennafélag Bolungarvíkur var stofnað 1. apríl 1907, fyrsti formaður þess var Jóhann J. Eyfirðingur. Marg- vísleg mál hefur félagið látið til sín taka á þessum 70 árum; það beitti sér fyrir stofnun unglingaskóla, og var hann stofnaður árið 1928. Félagið byggði sundlaug í Bolungar- vík árið 1932, sem þá var fyrsta kola- kynta sundlaug landsins. Félagið átti drjúgan þátt í byggingu Félagsheim- ilis Bolungarvíkur, og var á fundi þess fyrst rætt um byggingu þess. Á þessum árum lagði félagið mikið upp úr leikstarfsemi, frjálsum íþrótt- um svo og almennri félagsstarfsemi. Nú hin síðari ár hefur félagið lagt áherslu á æskulýðs- og íþróttamál, og má segja að starfið sé blómlegt í ýms- um greinum, og má þar nefna knatt- spyrnu, skák og skíðaiðkun, einnig bindur félagið miklar vonir við nýju sundlaugina sem nýlega hefur verið tekin í notkun í Bolungarvík. Fyrir nokkrum árum festi félagið kaup á skíðatogbraut, og nú í tilefni afmælisins festi félagið kaup á nýrri 450 m togbraut, sem er af Dobbel- 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.