Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 27

Skinfaxi - 01.02.1977, Page 27
mayer gerð, báðar eru togbrautirnar staðsettar í Traðarhvammi rétt við bæinn. Árið 1970 gerðist Ungmennafélagið beinn aðili að Ungmennafélagi ís- lands. í Ungmennafélagi Bolungar- víkur eru 150 félagar. Ungmennafélagið vill á þessum tímamótum þakka öllum þeim sem sýnt hafa félaginu velvilja á þessum 70 árum. Stjórn félagsins skipa nú: Formað- ur: Benedikt Kristjánsson, Gjaldkeri: Óskar Hálfdánsson, ritari: Gunnar Björnsson, varaformaður; Hallgrímur Kristjánsson og meðstjórnandi: Daði Guðmundsson. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar stærðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur íyrir flestar greinar íþrótta. Leitið upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykjavík - Sími 22804 UMFÍ kynning í Lýðháskólanum í Skálholti Á síðastliðnu hausti heimsóttu for- maður og framkvæmdastjóri UMFÍ Lýðháskólann í Skálholti og kynntu þar starfsemi ungmennafélaganna og UMFÍ. Séra Heimir Steinsson rekt- or skólans hafði óskað eftir slíkri heimsókn, og fór hún fram með þeim hætti að Arnór Karlsson kennari skól- ans bauð gesti velkomna og kynnti þá, því næst fluttu formaður og fram- kvæmdastjóri UMFÍ stutt erindi um UMFÍ og starfsemi ungmennafélag- anna í landinu. Að erindum loknum var tekið upp léttara hjal, þar sem nemendum var gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir til gestanna. í lokin þakkaði rektor gestum kom- una og kvaðst vona að kynning þessi yrði til þess að auka samskipti skól- ans og UMFÍ, sem þegar hefðu komist á, og gat þess að fyrsta reglulegt sum- arnámskeið Lýðháskólans í Skálholti hefði verið Framkvæmdastjóranám- skeið UMFÍ, sem þar fór fram vorið 1975.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.