Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1977, Page 4

Skinfaxi - 01.12.1977, Page 4
 Af útgáfustarfi Völsungur 50 ára íþróttafélagið Völsungur á Húsavík varð 50 ára á þessu ári. Skinfaxa barst nýlega myndarlegt rit sem gefið var út af því tilefni. í riti þessu, sem er hið glæsilegasta að öllum frágangi, fróðlegt og skemmtilegt aflestrar, er meðal annars efnis, ávarp formanns, Þormóðs Jónssonar, sem verið hefur formaður Völsungs frá 1958 eða lengst allra formanna félagsins, greinar og frásagnir af þeim íþróttum sem iðk- aðar hafa verið hjá Völsungi í gegnum árin, grein eftir Þráin Kristjánsson, sem nefnist „Rödd frá elstu dögum Völsungs". Þá eru ferðasögur og ýmis- legt efni annað sem fróðlegt er að hnýsast í. í ritnefnd blaðsins eru þeir Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri á Húsavík, sem jafnframt ritstýrir því, Ásmundur Björnsson og Birgir Steingrímsson. UNGMENNASAMBAND W*í) SKAGAFIARDAR un FRÉTTABRÉF wov£mbir~] Ungmennasamband Skagafjarðar hefur tekið upp þráðinn að nýju og gefið út fréttabréf. í fréttabréfinu, sem er snyrtilega unnið og fjölritað, er sagt frá því sem verið hefur að gerast á sl. sumri bæði hjá einstökum félögum og sambandinu sjálfu og einnig kemur fram ýmiss konar fróð- leikur heimamönnum jafnt sem öðr- um til gagns og ánægju. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.