Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 10
Allt í fullum gangi hjá UMSB Hjá Ungmennasambandi Borgar- fjarðar er vetrarstarfið í fullum gangi. sagði Ófeigur Gestsson, formaður sam- bandsins, er Skinfaxi sló á þráðinn upp á Hvanneyri þar sem Ófeigur býr. í sambandi við undirbúning fyrir landsmótið er þjálfun frjálsíþrótta- fólksins efst á baugi. Sambandið gekk nýlega frá samningi við Ingimund Ingimundarson, kennara á Varma- landi þess efnis að hann sæi um þá þjálfun. í vetur verður starfi hans þannig hagað að hann ferðast á milli skóla á sambandssvæðinu, en þeim sem eru utan héraðs í skólum sendir hann skriflegar leiðbeiningar. Ætlun- in er svo að sá hópur sem verður þannig með í undirbúninginum komi saman nokkrum sinnum í vetur, en næsta vor verður farið með frjáls- íþrótta- og sundfólkið í æfingabúðir, fyrirhugað hafði verið að fara til Danmerkur, en vegna þess hve hóp- urinn verður stór reyndist það ekki kleift. Ófeigur sagði að þeir myndu því halda sig innan landsteinanna og væri jafnvel meiningin að bregða sér með hópinn til Eyjafjarðar. Á Akur- eyri væri mjög góð aðstaða og þar hefðu þeir Borgfirðingar fengið mjög góðar móttökur á síðasta sumri er þeir fóru í hringferð um landið með frjáls- íþróttafólk sitt og sundfólk í tengsl- Ófeigur Gestsson, formaður UMSB um við keppnina í 3ju deild FRÍ sem fram fór á Austurlandi. Fjármál koma ávallt til umræðu þegar rætt er við þá sem við félags- störf fást. Um þau hafði Ófeigur það að segja, að þeir hjá UMSB væru nú annað árið i röð að gefa út almanak þar sem fyrirtæki auglýstu. Var Ófeig- ur bjartsýnn á að það myndi gefa af sér töluverðan hagnað sem yrði not- aður til að standa undir þeim kostn- aði sem af undirbúningi landsmótsins leiddi. í sambandi við önnur störf hjá UMSB kvað Ófeigur þeim fjölga jafnt og þétt sem notið hefðu kennslu í Félagsmálaskóla UMFÍ, fjögur nám- skeið hefðu þegar verið haldin á ár- inu: Hjá Umf. Borg í Borgarhreppi, Umf. Haukum og tvö í Húsmæðraskól- anum að Varmalandi. Þessi námskeið hefðu sótt um 100 manns, eitt nám- skeið væri nú í gangi hjá Umf. íslend- ing með 17 þátttakendum. Þá væri og 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.