Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1977, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.12.1977, Qupperneq 11
tngimundur Ingimundarson fyrirhugað námskeið hjá Umf. Reyk- dæla strax eftir áramótin. Aðspurður um leikstarfsemi, kvað Ófeigur hana með miklum blóma og væru nokkur ungmennafélög þegar tekin til við æfingar, en þau félög sem hygðust sýna á þessum vetri væru Umf. Skallagrimur, Borgarnesi, Umf. Reykdæla, Umf. íslendingur og Umf. Stafholtstungna. Þá væru tvö ung- mennafélög aðilar að Leikflokknum Sunnan Skarðsheiðar. Ófeigur sagði að Umf. íslendingur hefði fyrr í vetur verið með kvöld- vöku þar sem fluttir voru leikþættir. Að lokum sagði Ófeigur að vegna þess hve félagatala hefði vaxið hægt hefði sambandið hvatt ungmennafé- lög til að halda útbreiðslu- og kynn- ingarfundi og verður Umf. Borg í Borgarhreppi fyrst til að ríða á vaðið með því að halda slíkan fund nú á næstunni. Vetrarstarf Víkverja hafið Æfingar í glímu og frjálsum iþrótt- um verða í vetur sem í fyrravetur opn- ar öllum ungmennafélögum og er skólafólk sérstaklega hvatt til að not- færa sér þessar æfingar. Æfingarnar verða undir stúkunni við Laugardals- völlinn í „Baldurshaga“ sem hér segir: Glíma — 12—15 ára Mánudaga kl. 18.50—19.30 16 ára og eldri: Fimmtudaga kl. 19.30—20.30 Frjálsar íþróttir: Miðvikudaga kl. 21.20—23.00 Föstudaga kl. 20.30—22.10 Lyftingar; Föstudaga kl. 22.10—23.00 S K I N F A X I 11

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.