Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Síða 12

Skinfaxi - 01.12.1977, Síða 12
Félagsheimili í sveitum Niðurlag erindis á ráðstefnu um félagsheimili á Norðurlandi Guðrún L. Ásgeirsdóttir 4. Fjáröflun: Ýmis félög afla sér tekna nær ein- göngu me8 danssamkomum og er þaö um leið aðalstarfsemi þeirra. En menningarlegri viðhorf þyrftu að ráða ferðinni, svo að fjáraflasamkomur séu ekki aðalatriðið. Ekki dugar að amast við dansleikjahaldi almennt, heldur leita úrbóta, svo að þeir verði ekki sá blettur á félagsheimilunum, sem raun ber vitni. Bæta þarf eftirlit með um- gengni, hleypa ekki of mörgum inn, ráðstafa þeim, sem er úthýst, reyna að takmarka meðferð áfengis í húsunum og við þau. Víða sér á húsum eftir stutta stutta notkun. Ég trúi því, að svo þurfi ekki að vera né eigi að við- gangast. Ef öll félagsheimili slepptu gróðahyggjunni um stund og lokuðu hið óæskilega úti, næðist árangur í þessu sem öðru með samstilltu átaki. í fljótheitum hefur nú verið drepið á nokkra galla og skal að lokum vikið örfáum orðum að atriðum, sem til úr- bóta mega teljast, ef til umhugsunar mætti verða. C — 1. Samstarf út á við: Meira samstarf félagsheimila innan héraða er áreiðanlega til bóta. í til- lögum fjórðungsþings 1975 er mælt með, að kallaðir séu saman forstöðu- menn félagsheimila til að reyna að koma á samræmingu á reglum, og einnig til að hafa samstöðu um ráðn- ingu á skemmtikröftum í því skyni að bæta almennan samkomubrag og gera samkomuhald auðveldara. Sam- starf er ætíð gagnlegt og nota má reynslu annarra sem viðmiðun, þegar nýtt heimili tekur til starfa. Fróðlegt verður einnig að heyra hvort ekki koma fram hugmyndir um betri nýt- ingu húsanna yfir sumarið. 2. Umgengni úti og inni: Mikil þörf er á fegrun umhverfis félagsheimila og ytra útlits. víðast er til skipulagsuppdráttur af lóð, en menn seinir til framkvæmda. Það er sagt, að strax í bæjardyrum megi þekkja bæjarbrag. Snyrtilegt hlað, gangstéttir, grasflatir, blómabeð, tré 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.