Skinfaxi - 01.12.1977, Síða 14
Alþjóðlegar sumarbúðir í Sovétríkjunum
Þau bjuggu á sama gangi.
Á síðastliðnu sumri fóru 6 unglingar
á vegum ÆSÍ til dvalar í alþjóðlegum
sumarbúðum á Krímskaga við Svarta-
haf. Fararstjóri hópsins var Pétur Ey-
steinsson, en þeir sem þátt tóku í ferð-
inni voru Árni Pétursson, Sigurjón
Sigurðsson, Hörður Árelíusson, Sverrir
Þorsteinsson, Snorri Kristinsson og
Auður Ágústsdóttir.
Skinfaxi fékk Pétur til að segja frá
dvölinni.
Það var farið utan 17. júlí og stopp-
að í Kaupmannahöfn í tvo daga en
síðan var haldið til Moskvu, þar sem
dvalið var í tvo daga og borgin skoðuð.
Heimsóttur var skóli og skoðaðar ung-
mennabúðir sem voru í tengslum við
þennan skóla. Búðir þessar voru
skammt fyrir utan Moskvu, og var
dvalið þar í heilan dag við leik og
aðra skemmtun.
íslandskynning:
Sigurjón með
kynningu á ís-
landi, Svohlj.:
ísland er 103
þús. ferkm.
íbúar eru 218 þ.
Höfuðborgin er
Reykjavík.
Sjálfstæðisfl. er
nú stærsti og
öfiugasti flokkur
fslands. Stofnað-
ur um 1900 og
þróaðist fram til
1929. Formaður
flokksins er
Geir Hallgríms-
son.
Á fjórða degi var haldið suður til
Svartahafsins með járnbrautarlest, en
sú ferð tók sólarhring. Búðirnar sem
dvalist var í nefndust Artek og voru
14
SKINFAXI