Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 24
bandsþinga UMFÍ um nauðsyn þess að hvert héraðssamband hafi á að skipa launuðum starfsmanni. Bendir þingið á að starf þeirra sambanda sem ráðið hafa starfsmann hefur eflst og skipu- lagsmál komist í betra horf. Þingið beinir þvi til sveitarstjórna, sýslu- nefnda og annarra opinberra aðila að þeir geri sér ljóst mikilvægi öflugs æskulýðsstarfs. Þingið telur því eðli- legast að fyrrgreindir aðilar launi þennan starfsmann. 5. Þingið beinir því til einstakra héraðs- sambanda og félaga að stórauka sam- skipti við næstu nágranna á sviði íþrótta- og félagsmála. B. FRÁ FJÁRHAGSNEFND: 1. 30. þing UMFÍ haldið á þingvöllum 10. og 11. sept. 1977 samþykkir að árgjöld sambandsaðila fyrir árin 1978 og 1979 verði 100 kr. á hvern reglulegan félaga 16 ára og eldri. 2. Þingið vekur athygli á því að lands- happdrætti UMFÍ er stærsta tekjuöfl- unarleið hreyfingarinnar og hvetur Ungmennafélaga um land allt til sóknar í sölumálum happdrættisins. Takmarkið er: miði á hvern félags- mann. 3. Þingið þakkar ríkisvaldinu aukinn fjárhagsstuðning við hreyfinguna og fagnar auknum skilningi opinberra aðila á gildi æskulýðsstarfs i landinu. 4. Þingið beinir þvi til sambandsaðila að þeir kynni sér þá fjáröflunarmögu- leika sem sala getraunaseðla hefur fyrir hreyfinguna. 5. Þingið leggur til að rekstur íslenskra getrauna verði aukinn þannig að fé- lagið noti betur sinn lagalega rétt til að reka veðmálastarfsemi varðandi iþróttakeppni sem fram fer innan lands eða utan. 6. Þingið sendir Menningarsjóði SÍS bestu þakkir fyrir rausnarlegan stuðn- ing og leggur jafnframt til að gjöf hans, 500.000 kr., verði varið til þess að hefja ritun á sögu UMFÍ sem komi út á 75 ára afmæli samtakanna 1982. 7. Eftir 70 ára starf hefur UMFÍ ekki eignast eigið húsnæði fyrir starfsemi sína. — Þingið telur að við þetta megi ekki una lengur og felur þingið stjórn samtakanna að skipa nú þegar þriggja manna nefnd til að vinna að fram- gangi málsins. Skal sú nefnd í samráði við stjórn finna sérstakar fjáröflunar- leiðir til þessa. 8. Þingið beinir þeim tilmælum til íþróttanefndar ríkisins að hún athugi möguleika á notkun tölvu við útreikn- ing kennslustyrkja samkvæmt árs- skýrslum féiaga. Telur þingið að tölvu- úrvinnsla gæti flýtt stórlega fyrir út- borgun styrkjanna frá því sem nú er, auk þess sem tölvuúrvinnsla gefur möguleika á víðtækari upplýsingum um starf félaganna. 9. Þingið beinir þeim tilmælum til stjórnar UMFÍ að hún kynni sér hvort heppilegt sé að UMFÍ reki verslun eða pöntunarfélag með íþróttavörur, og þá hvernig þeirri verslun yrði best hagað. 10. Þingið skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir lækkun og samræmingu tolla af innfluttum íþróttavörum. Jafnframt mótmælir þingið stórhertri skatt- heimtu ríkisins af samkomuhaldi frjálsra félaga í landinu. C. FRÁ FRÆÐSLU- OG ÚTBREIÐSLU- NEFND: 1. 30. þing UMFÍ haldið á Þingvöllum 10. og 11. sept. 1977 þakkar stjórn og starfsliði mikið starf í þágu hreyfing- arinnar. Sérstaklega þakkar þingið heimsóknir þeirra til héraðssambanda og félaga enda eru þær árangursrík- asti liðurinn í útbreiðslustarfinu. — 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.