Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1977, Page 25

Skinfaxi - 01.12.1977, Page 25
Hvetur þingið til að áfram verði haldið á sömu braut. 2. Þingið telur að verulegur árangur hafi náðst með fræð'slustarfi og námskeiðs- haldi hjá hreyfingunni á liðnum árum. Þingið hvetur stjórn samtakanna til að halda áfram á sömu braut, en bendir á að æskilegast væri að ráða fastan starfsmann til að sinna félags- málafræðslunni. Þingið hvetur sam- bandsaðila til virkrar þátttöku og þakkar ÆRR góða samvinnu og stuðn- ing við Félagsmálaskóla UMFÍ. 3. Þingið fagnar aðild UMFÍ að Bréfa- skólanum og væntir góðs árangurs af þátttöku hreyfingarinnar í starfi skól- ans. Þingið bendir á, að nauðsyn beri til að kynna betur starfssemi skólans, með útgáfu leiðbeiningabæklinga eða, eftir öðrum leiðum, sem stjórn UMFÍ þætti vænlegastar til árangurs. D. FRÁ ALLSHERJARNEFND: 1. 30. sambandsþing UMFÍ haldið á Þing- völlum 10. og 11. sept. 1977 lýsir ánægju sinni yfir framkvæmdum UMFÍ í Þrastaskógi og starfrækslu Þrastalundar undanfarin ár. Þingið felur sambandsstjórn að vinna að heildarskipulagi í Þrastaskógi varð- andi ræktun og mannvirkjagerð. — í heildarskipulagningunni verði m.a. stefnt að byggingu orlofs- og æfinga- búða í eigu ungmennafélaganna, auk- inni íþróttaaðstöðu og ferðamanna- þjónustu. 2. Þingið lýsir yfir ánægju sinni með yf- irstandandi herferð gegn reykingum og væntir vaxandi samstarfs og ár- angurs af því starfi. — Þingið minnir á það mikla ófremdarástand sem nú ríkir í áfengismálum þjóðarinnar, sér- staklega þá sorglegu staðreynd að áfengisneysla nær í sívaxandi mæli til unglinga og barna. Því hvetur þingið ungmennafélögin til öflugrar baráttu gegn sivaxandi neyslu áfengis og ann- arra eiturefna. Jafnframt lýsir þingið yfir stuðningi sinum við stóraukið eft- irlit og hert viðurlög af hálfu ríkis- valdsins gagnvart óleyfilegri sölu og meðferð fikniefna. 3. Þingið hvetur sambandsaðila UMFÍ til að efla af mætti ungmennabúða- og vinnuskólarekstur og eða koma á slík- um rekstri. Þingið bendir sambands- aðilum á, að við slíkan rekstur verði kannaðir allir hugsanlegir samstarfs- möguleikar m.a. til að tryggja fjár- hagslegan grundvöll þessa starfs. 4. Þingið beinir því til umsjónaraðila fé- lagsheimila og samkomuhúsa, að sam- ræma reglur um aldurstakmark, lög- gæslu, lokunartíma og fleiri þau atriði er slíkum stöðum eru sameiginleg. 5. Þingið minnir á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar þegar ungir sem aldnir sameinuðust i baráttu fyrir þeirri hug- sjón að íslendingar mættu verða hús- bændur í eigin landi, óháðir erlendu valdboði. Þingið skorar á ungmenna- félaga að standa vörð um, jafnt nú sem fyrr fjárhagslegt og menningar- legt sjálfstæði þjóðarinnar. Því minnir þingið á yfirlýsta stefnu allra stjórn- málaflokka og fyrri samþykkta sam- bandsþinga UMFÍ að hér á landi verði ekki her á friðartimum. 6. Þingið lýsir ánægju sinni með auglýs- ingaherferð ungmennafélaganna árið 1976 og telur hana hafa orðið til veru- legs gagns. — Þingið beinir því til stjórnar UMFÍ að kanna möguleika á að hefja auglýsingastarfsemi til styrktar aukinni sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum, sem hvert ung- mennafélag og ungmennasamband UMFÍ taki þátt i, enda hafi verið leit- að til viðkomandi aðila. Skrifstofa UMFÍ annist skipulagningu og inn- SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.