Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Síða 26

Skinfaxi - 01.12.1977, Síða 26
heimtu þesara auglýsinga og nýtur hún afsláttar af auglýsingunum ef hann fæst, ennfremur leiti stjórn UMFÍ eftir fjárhagslegum stuðningi frá samtökum bænda og söluaðilum þeirra. E. FRÁ LANDSMÓTSNEFND: 1. Landsmótsreglur eru sér á blaði. 2. 30. sambandsþing UMFÍ haldið á þing- völlum 10. og 11. sept. 1977 hvetur hér- aðssambönd og einstök félög að vinna ötullega að undirbúningi og myndar- legri þátttöku í 16. landsmóti UMFÍ sem fram fer á Selfossi. 3. Þingið hvetur sambandsfélögin tii öfl- ugs iþróttastarfs og aukinna iþrótta- legra samskipta. Jafnframt hvetur þingið félögin til stóraukins samstarfs við skólana á sviði iþróttamála. Þingið væntir þess að opinberir aðilar hraði eftir föngum uppbyggingu iþrótta- mannvirkja sem víðast um landið. Enn sem fyrr er leiðbeinendaskortur viðvarandi hjá félögunum og stað- reynd er að fjöldi íþróttakennara hverfur að öðrum störfum að námi loknu. Úr þessu verður að bæta hið bráðasta, með menntun leiðbeinenda í einstökum íþróttagreinum. Og bendir þingið á námskeið Grunnskóla ÍSÍ i þeim efnum og leiðbeinendanámskeið sérsambanda. Jafnframt skorar þingið á sérsambönd ÍSÍ að hefja nú þegar undirbúning að útgáfu kennsluefnis í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þar sem það er ekki fyrir hendi. 4. Þingið samþykkir að nú þegar verði kannað hvort grundvöllur sé fyrir því að UMFÍ ráði þjálfara fyrir íþrótta- fólk innan UMFÍ með aðsetur og að- stöðu í Reykjavik. 5. Þingið fer þess á leit við Sundsam- band íslands, að það kanni sem fyrst meðal héraðssambandanna viðsvegar um landið, hvort áhugi sé fyrir að fjölga deildunum í sundi úr tveimur í þrjár. í léttum dúr — Það er leiðinlegt hvað konan þín er hás. — Já, við vorum í fjallgöngu í gær og hún vildi ekki láta bergmálið hafa síðasta orðið. Eiginkonan situr og les i blaði — lítur á mann sinn: — Hér er frásögn af manni í Tyrklandi sem skipti á konunni sinni og hesti. Þetta mundir þú aldrei gera, Guðmundur minn? — Auðvitað ekki, svarar Guðmund- ur, — hvað ætti ég að gera við hest þegar ég á dráttarvél. Náungi nokkur sem þekktur var fyr- ir að fá alls konar hugdettur, var á gangi um götur borgarinnar um há- nótt. Skyndilega snarar hann sér að dyrum þriggja hæða húss með risi og hringir ákaft á efstu bjöllunni. Eftir talsverða bið birtist maður á nærklæð- um einum í dyragættinni. — Er þetta ekki Hástræti 2? spyr þá sá sem hringdi. — Jú, svarar sá fáklæddi. — Já, mér datt það i hug, sagði þá hinn og hélt áfram för sinni. — Jói, viltu lána mér tyggjóið þitt? — Já, já, en þú mátt alls ekki týna þvi, hann Pétur á það nefnilega. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.