Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 21
Þjóðdansahópur (einn af starfshópunum á „Vikunni”). 2 7 milljónir til UMFÍ Fjárlög yfirstandandi árs voru samþykkt nokkrum dögum fyrir jól eins og flesta rekur eflaust minni til. í þessum fjárlögum er gert ráð fyrir 27 milljón króna fram- lagi rikissjóðs til UMFÍ sem er 50% hækkun frá framlagi síðasta árs en það má telj- ast all góð málalyktan á timum aðhalds og niðurskurðar. Ef reiknað er með 38% verðbólgu á árinu 1978 hefur raunhækkun framlagsins orðið 12%. Líklegt er þó að raunhækkunin sé nokkuð lægri. í þessari hækkun felst enn frekari viðurkenning ráðamanna á gildi þess starfs sem fram fer á vegum ungmennafélagshreyfingarinnar í landinu. Væri óskandi að það viðhorf sé ríkjandi um land allt hjá sveitastjórnum þannig að ungmennafélög um land allt megi vænta álíka úrbóta er þau leita til þeirra eftir fjárstyrk. Hið aukna framlag rikisins mun án efa auðvelda UMFÍ að bæta þjónustu sína við félagsmenn hreyfingarinnar og vonandi jafnframt að bæta að einhverju leyti upp þær vanrækslusyndir liðinna ára sem sprottið hafa af langvarandi fjárskorti en ekki þarf þó að búast við því að einhverju Grettistaki verði lyft með þessum tólf pró- sentum, þvi fer fjarri. Hvað sem þvi liður ber að þakka hvern þann viðurkenningar- vott sem félagsskapnum er sýndur, þvi meðan hann er fyrir hendi er óþarfi að örvænta. G.K. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.