Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 15
KONUR Spretthlaupin. Ánægjulegar framfarir urðu í spretthlaupunum. Bergþóra hafði yfirburði i 100 m hlaupinu en vantar meira sprettúthald (meiri æfingu), til að ná góðum Bergþóra Benónýsdóttir HSÞ árangri í 200 m. Bergþóra hefur hæfileika til að kom- ast á alþjóðamælikvarða en tii þess að það gerist, þarf hún að leggja mun meiri rækt við æfingar en hún hefur gert hingað til. Hólmfríður er sterk sem fyrr en vantar meiri mýkt til að hinn mikli kraftur nýtist sem hún ræður yfir. Ásta B. er stórefnileg, en þarf að leggja sig betur fram, bæði við æfingar og í keppni. Kristín náði sínum besta árangri í sumar en meiddist þó á miðju sumri. Millivegalengdahlaup Guðrún Sveinsdóttir og Anna Hannesdóttir komu mjög á óvart og bættu árangur sinn verulega. Guðrún sýndi dugnað við æfingr sem skilaði sér í stórbættum árangri. Anna er vafalaust mesta hlauparaefni sem fram hefur komið hér á landi. Væri óskandi að Anna sætti sig ekki við að verða bara efnileg, heldur setti markið strax á að ná alþjóðamælikvarða. Aðrar stúlkur sem sýndu framfarir í sumar voru t.d. Thelma, Guðrún Bjarnadóttir, Sigurbjörg og Hjördís. Stökkin. Árangur i hástökki fer batnandi með hverju árinu sem liður. En kyrrstaða hefur verið i nokkur ár í lang- stökkinu. íris er stórefnileg og hefur hæfileika til að verða meðal þeirra bestu. María náði mun jafnari tris Jónsdóttir UMSK árangri en þarf meiri styrk til að bæta árangur sinn í framtíðinni. Kristjana stóð í stað í hástökkinu enda æfði hún með 800 m hlaup í huga. Oddný og Ásta B. eru efstar á blaði í langstökkinu en árangur þeirra og annarra í langstökkinu einkennist af æfingarleysi. Flestar stúlkurnar hafa kraft og hraða til að stökkva mun lengra en þær gera, vantar aðeins tæknilega þjálfun. Köstín. Guðrún Ingólfsdóttir hafði algera yfirburði í kúlu varpi og kringlukasti enda eina konan sem einhverja rækt leggur við æfingar í þessum greinum. Fyrir utan árangur Guðrúnar er árangurinn í kastgreinunum al ger hörmung. Ástæðan er einfaldlega sú að konurnar leggja ekki rækt við æfingar í köstum eins og öðrum greinum. Ungir og efnilegir kvenkastarar eru að koma upp og er vonandi að þær stúlkur Iáti ekki glepjast af æfingaraðferðum fyrirrennara sinna, heldur brjótist upp úr lágkúrunni. lris Grönfeldt, Hrönn Harðardótt- ir, Þuríður Einarsdóttir og María Guðnadóttir ásamt Guðrúnu Ingólfs ættu að hafa forystu um þessar breytingar. Fjölþrautír og grindahlaup. Lítil rækt var lögð við þessar greinar sem líklega stafar af aðstöðuleysi út um land. tris Grönfeldt UMSB

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.