Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.02.1979, Qupperneq 14
Brynjólfur Hilmarsson og Lúðvík Björgvinsson. Sýnið dugnað við æfingar og varist að verða meðalmennsk- unni að bráð! Karl West UMSK Stefán Hallgrímsson UÍA Grindahlaupin. Stefán Hallgrímsson hafði yfirburði í báðum grindahlaupunum og má búast við að hann bæti ís- landsmet sitt í 400 m grindahlaupi á nassta sumri. Þor- steinn Þórsson, Kristján Þráinsson og Pétur Péturs- son eru á framfarabraut í grindahlaupunum. Þorsteinn Þórsson UMSS Stökkin. Framfarir í hástökki urðu verulegar og langstökkið var heldur skárra en 1977. Stöðnun er aftur á móti í þrístökki. Stangarstökkið mjakast örlítið í áttina. Karl West kom á óvart í hástökkinu með því að stökkva 2.00 m, eftir fjarveru frá keppni í nokkurn tíma. Þá komu Stefán Friðleifsson og Þorsteinn Þórs- son mjög á óvart. Framfarir þeirra voru miklar en báða skortir að ná jafnari árangri í keppni. Breiddin í langstökkinu var meiri en 1977 en slakt að enginn náði 7 m markinu. Vonir voru bundnar við að Jón Oddsson næði góðum árangri, þær vonir brugðust, enda æfði hann lítið sem ekkert á árinu með langstökk í huga. Jón hefur hæfileika til að komast á alþjóðlegan mælikvarða. Stefán er að ná sér á strik aftur í lang- stökkinu og Pétur bætti sig verulega en skortir meira öryggi. Rúnar bætti sinn árangur verulega í þrístökk- inu. Rúnar vantar meiri hraða í atrennuna og þarf að stórbæta stökkstílinn. Um stangarstökkið er lítið að segja, þó eru Þorsteinn og Eggert á framfarabraut. En Eggert verður meðalmennskunni að bráð, haldi hann áfram að æfa jafnlítið og hann hefur gert hingað til. Óskar Reykdalsson HSK Köstín. Óskar Reykdalsson hefur yfirburði í kúluvarpinu og sýnir stöðugar framfarir. Það sama má segja um Einar Vilhjálmsson í spjótkastinu. Óskar og Einar eru Einar Vilhjálmsson. UMSB efnilegustu kastarar á íslandi um þessar mundir. Þá náðu nokkrir ungir menn athyglisverðum árangri i kastgreinum, þó svo þeir leggi megináherslu á aðrar greinar. Þeir eru Pétur, Vésteinn, Rúnar og Þorsteinn Þórsson. Fjölþrautír. Framfarir urðu verulegar í fjölþrautum og voru þar ungu mennirnir fremstir í flokki. Stefán er efstur á blaði í tugþraut en fast á hæla hans koma Pétur og Þorsteinn. Pétur og Vésteinn náðu svo mjög athyglis- verðum árangri í fimmtarþrautinni. Pétur þarf að bæta tæknina í grindahlaupinu og stangarstökkinu. Þorsteinn er slakur í langstökki, kúluvarpi og kringlu- kasti og þarf að bæta árangurinn í þeim greinum. Vésteinn er seinn í spretthlaupunum og þarf að æfa í samræmi við það. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.