Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 6
Frá Umf Bjarma Sigríðarstöðum 24/111978 Ég ætla að segja smávegis frá starfi Umf. Bjarma í Fnjóskadal S-Þing. Ungmenna- félagið varð 70 ára á þessu ári. í tilefni af því var haldin afmælishátíð á íþróttasvæði Bjarma 20. ágúst í sumar. Þar er ekki neitt hús þannig að undirbúningur var mjög mikill. Smíðaðir voru 2 pallar, ræðupallur og danspallur og fengin voru að láni 2 stór tjöld, kaffiveitingar voru í öðru en ýmislegt i hinu. Kaffi var ekki selt og ekki var selt inn á svæðið. Sælgæti og gos var selt í skúr og svo voru settir upp leikbásar sem selt var inn á. Happdrætti var og pottur fyrir frjáls framlög. Smávegis varð eftir af peningum í Fnjóskadal í kassanum þegar búið var að gera allt upp í sambandi við þessa hátíð. Skemmtikraftar voru fengnir víða að. Hljómsveitin Hver lék fyrir dansi, en dansleikinn varð að færa inn í annað tjaldið vegna mikilla rigningar- skúra. Farið var í leiki, reiptog, eggjaboð- hlaup og fleira. Að síðustu var kveikt í bál- kesti og skotið á loft flugeldum. Dagskráin stóðfrákl. 14 til 22. Afmælishátíðarnefnd var þannig skipuð: framkvæmdastjóri séra Pétur Þórarinsson, Hermann Herbertsson, Elín Eydal, Ingi- björg Siglaugsdóttir, Áslaug Stefánsdóttir og Tryggvi Stefánsson. Læt ég þetta duga núna en sendi bestu félagskveðjur til Ungmennafélags íslands. Hermann Herbertsson. Frá hátíð Umf. Bjarma. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.