Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 24
Það hefur trúlega ekki farið framhjá neinum að árið sem fyrir ekki alllöngu gekk í garð, er tileinkað barninu. Skinfaxa hefur allavega borist njósn af þessu mikla ári og vill hann í þeim efnum síst af öllum láta sitt eftir liggja og freista þess að fórna, hverju sinni, rými nokkru til handa þeim er ungir eru að árum og erfa skulu land. Hvort framhald verður á þeirri viðleitni eftir að barnaári lýkur fer eftir því hvernig til tekst, því það er álit Skinfaxa, að börnin haldi áfram að verða til þótt bama- ári ljúki. Kæri lesandi, sé á þínu heimili lítil sál en þó orðin læs ættir þú að lofa henni að berja sitt horn augum og hlera um leið viðtökur, og ekki sakaði að þú eyddir tíma með þeim er ekki hefur enn náð tökum á þeirri galdrakúnst sem kallast að lesa. Margir krakkar hafa gaman af því að grúska og vita hitt og þetta, og kannski hefur þú vitað um það sem hér fer á eftir. Samt sem áður VEISTU? 1. Að Skúli Óskarsson ÚíA, lyftingamað BARIMA- Hvað stendur á blaðinu? Ef þú ert boðinn i afmæli eða eitthvert annað þar sem þú ert innan um jafnaldra, þá er hér smá- vegis sem þú getur haft í pokahorninu til gamans. Fáðu einhvern félaga þinn til þess að skrifa eitt- hvert orö á blað. Þegar hann hefur lokiö þvi, biður þú hann um að brjóta blaöið saman, leggja það á gólfið, og í öryggisskyni, að stíga ofan á það. Siðan segir þú honum að þú ætlir að segja honum og öðrum hvað standi á blaðinu. Þú tekur púlsinn hjá honum, leggur hendi á enni hans o.fl. f þeim dúr, en sfðan segir þú. Nú skal ég segja þér hvað stendur á blaðinu. Það er fóturinn á þér! ur og íþróttamaður ársins 1978, var 4 merkur (1 kg) þegar hann fæddist 2. Að til eru 185 ungmennafélög í land- inu. 3. Að næsta landsmót UMFÍ verður á Akureyri 1981. 4. Að Kristján Ágústsson og Ríkharður Hrafnkelsson sem leika með Val í úr- valsdeildinni í körfubolta eru báðir frá Umf. Snæfell í Stykkishólmi. 5. Að ekkert ungmennafélag er á Akur eyri. Jósk smásaga Strákur og stelpa standa og tala saman. Hann: Má ég kyssa þig? Hún: Gettu. Hann: Ég má þaö ekki? Hún: Gettu aftur. Hann: Ég má það? Hún: Hvcrnig gastu vitað það? 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.