Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1979, Blaðsíða 19
Aösetur ungmennabúö- anna. Aðalsteinn Pálsson: Norræna ungmennavikan 78 Eins og flestir vita, þá er UMFÍ aðili að samtökum ungmennafélaga á Norðurlönd- um, „NSU”, er hefur á stefnuskrá sinni að efla alls kyns samskipti meðal ungmenna- hreyfingarinnar á Norðurlöndum. Það verkefni sem ber sennilega hæst af þessum samskiptum er Norræna ungmennavikan, þar sem íslendingar hafa verið þátttakend- ur síðastliðin 5 ár. Hvert land hefur mátt senda 20 þátttakendur og hafa löndin skipst á að halda ungmennavikuna. síðastliðið sumaT var hún haldin í Sviþjóð, nánar tiltekið í Osby á norður Skáni vikuna 23.-29. júlí. Þann 23. júlí héldu utan 9 þátttakendur fyrir íslands hönd. Rétt er að benda lesendum á þessa dagsetningu. Um þessa helgi var 16. Lands- mót UMFÍ haldið, þannig að ungmenna- vikan féll i skuggann af undirbúningi SKINFAXI Landsmótsins og þátttakendafjöldinn varð ekki meiri en raun bar vitni. En út fór hópurinn hvað sem öðru leið og gekk ferðin í alla staði vel. Aðalsteinn Pálsson og ungmennabúðastjóri. 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.