Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1980, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.10.1980, Qupperneq 3
SKINFAXI 5. tbl. - 71. árg. - 1980 ÚTGEFANDI: Ungmennafélag Islands. RITNEFND: Pálmi Gíslason ábm. Diðrik Haraldsson útg.stj. SigurðurGeirdal Finnur Ingólfsson Steinþór Pálsson AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrifstofa UMFÍ, Mjölnisholti 14, Reykjavík — Sími 14317. SETNING OG UMBROT: Leturval sf. OFFSETPRENTUN: Prentval sf. Meðal efnis: Fréttir af þingum bls. 4 Héraðsmót UMSS — 6 Héraðsmót HSÞ — 7 Viðtal við Öm Eiðsson — 8 FráNSU — 10 Viðtal við Tore 0sterás — 12 Stiklað á stóru um Bikarkeppni FRÍ ’80 — 14 Göngudagur fjölskyldunnar — 16 Viðtal við Þóri Þorgeirsson — 18 Frá Landsmótsnefnd — 21 Ungmenna- og sumarbúðir — 22 Vísnaþáttur Skinfaxa — 25 Frá USAH — 26 Héraðsmót HSH 1980 — 28 Forsíðumyndin Að þessu sinni er bladið helgað frjálsum íþróttum. Viðtal er við formann FRÍ. Örn Eiðsson, sagt er frá deildarkeppnunum í frjálsum ogfl. Iðkendur í frjálsum íþrótt- um eru 7821 og þaraferu 74,5% aðilarað UMFI. Forsíðumydin að þessusinni teng- ist þessu mikla starfi. íþróita- ynannvirld Iþróttir hafa unnið sér öruggan sess í þjóðlífinu. Þær eiga síauknum vinsældum að fagna hjá almenningi og ráðamenn þjóðarinnar sína þeim vaxandi skilning. í þróttaiðkendum fjölgar stórlega frá ári til árs og íþrótta- aðstaðan fer sífellt batnandi. Vegleg íþróttamannvirki, s.s. íþró'ttahús, sundlaugar, íþróttavellir og skíðalyftur hafa verið fullgerð og tekin í notkun á undanförnum árum. En betur má ef duga skal, þótt sjálfsagt sé að viðurkenna og þakka það sem vel er gert. Verkefnin blasa alls staðar við á sviði íþróttamálanna og flest fjárfrek. En í mörg horn er að líta í sambandi við framkvæmdir hins opinbera, t.d. á sviði heilbrigðismála, sem ég held að allir viðurkenni sem eitt afforgangsverkefnum. Að mínu mati eru íþróttir og heilbrigðismál nátengd. Rétt íþróttaiðkun stuðlar að bættu heilsufari, það viðurkenna flestir nú orðið, þ.á m. læknar, og ánægjan sem íþróttirnar veita er ómetanleg. Þessi atriði m.a. rökfæra það að kröfur um aukin fjárframlög til íþróttamannvirkjagerðar og til íþróttamála í heild eiga fullan rétt á sér. Sjálfsagt er erfitt að móta og framfylgja heildar fram- kvæmdastefnu um byggingu íþróttamannvirkja í land- inu svo allir verði ánægðir, en oft virðist framkvæmda- röðin nokkuð tilviljunarkennd. íþróttaaðstaðan er mjög misjöfn, ekki síst má benda á íþróttahúsin í þessu sam- bandi. Þessi mismunur stafar e.t.v. afþví að framámenn sveitarfélaganna er misjafnlega „frekir” eða duglegir að fá framkvæmda- og fjárveitingavald ríkisins á sitt band. I lok þessa pistils vil ég leyfa mér að koma Þeirri spurningu á framfæri, hvort ekki sé kostað of miklu til í ytra útlit margra íþrótta- og skólamannvirkja sem risið hafa upp á síðustu árum? Alls konar útflúr á áðurnefnd- um byggingum, útskot, horn, súlur, stöplar og margs- konar afbrygðileg atriði hljóta að hafa rnikinn auka kostnað í. för með sér. Sem best aðstaða í íþróttahúsinu sjálfu er það sem mestu máli skiptir fyrir íþróttafólkið, þar má síst til spara. P.J. SKINFAXl 3

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.