Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 9
Frá vinstri: Hasteinn Þórisson, Iris Grönfeldt, Hafdís E. Helgadóttir og Magnús
Ottarsson öllfrá UMSB. Unnu bestu afrek ísínum flokki á Táningamóti 1980.
Samskipti við Norðurlönd fer
sivaxandi t.d. sameiginleg mót.
Fyrir stuttu var haldið hér á landi
á vegum FRI 37. þing norrænna
frjálsíþróttaleiðtoga og sér FRI
nú um þingið í fimmta hvert skipti
eða til jafns við hin löndin.
Hvernig eru tengsl FRÍ við ÍSI
og UMFI?
Tengslin eru meiri við ISI og er
það í fyrsta lagi að styrkur frá rík-
inu til sambandsins kemur í gegn-
um þá en í öðru lagi að nálægð
FRÍ við ÍSÍ er mikil, en FRÍ hefur
skrifstofur við hliðina á ÍSÍ.
Fengslin við UMFI er aðallega í
gegnum ungmennafélögin um allt
land. Einnig hefur verið góð sam-
vinna við UMFÍ í sambandi við
keppnin Reykjavík — Landið. En í
heild er samstarf þessa aðila já-
kvætt og vinsamlegt.
Hver voru helstu verkefni sum-
arsins?
Helstu verkefnin voru í sam-
bandi við þátttöku í mótum og
mótahald. Þau mót erlendis sem
við tókum þátt í voru, Evrópu-
meistaramótið innanhúss, Norð-
urlandakeppni kvenna en þar
vannst eitt silfur, Norðurlanda-
keppni unglinga og áttum við þar
tvo Norðurlandameistara. Þá
vannst eitt gull á Andrésar And-
arleikum og síðan var það Kast-
landskeppnin við Itali. Hérlendis
bar hæst Kalottkeppnin og tókst
sú keppni vel þrátt fyrir óhagstætt
veður. Flestum er eflaust í fersku
niinni að Island vann nú í fyrsta
skipti bæði karla og kvennagrein-
arnar. Þá má nefna Reykjavíkur-
leikanna, Meistaramótin, sem
bæði voru haldin í Reykjavík og
uti á landi, Bikarkeppnina í I. II.
og III. deild og Bikarkeppni ungl-
•nga auk íjöldann allan af öðrum
mótum um allt land.
Hvað um aðstöðu og þjálfara-
mál?
Aðstaðan er ekki góð ef við ber-
um okkur saman við t.d. hin
Norðurlöndin, en fer batnadi og
cr viðunandi á nokkrum stöðum.
Það vill oft brenna við, þegar í-
þróttavellir eru gerðir, að aðtaða
Fyrir frjálsar íþróttir gleymist.
Þjálfaramálin eru mikið vanda-
mál og er það tvíþættur vandi.
Það vantar fleiri vel menntaða og
góða þjálfara til starfa og einnig er
erfltt að fjármagna störf þeirra.
FRÍ hefur tekið þá stefnu að ráða
ekki landsliðsþjálfara og er það
aðallega vegna fjárskorts.
Fjármál FRÍ?
Svava Grönfeldt UMSB.
Fjárskortur er mikill hjá sam-
bandinu og stendur hann flestu
starfi fyrir þrifum. Og er ólíkt
saman að jafna við hin Norður-
löndin ef við berum okkur aftur
saman við þá. Og ætti styrkur
FRÍ miðað við höfðatölu að 6
faldast ef framlag ríkisins væri
jafnt og hjá hinum Norðurlönd-
unum. Nú starfsemin er fjár-
mögnuð með styrkjum, auglýs-
ingum og ýmiskonar fjáröflunar-
leiðum.
Að lokum, hvernig líst þér á
framtíð frjálsíþrótta hér á landi?
Eg lít mjög björtum augum á
framtíðina. Fjöldi iðkenda fer sí-
vaxandi og virðist vera nægur
efniviður. Einnig er ánægjulegt
hve áhuginn úti á landi hefur farið
vaxandi, en það eru mun fleiri
sem stunda íþróttina úti á lands-
byggðinni heldur en hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Það hefursýnt sig
að við erum á uppleið, árangur
bestu manna fer sí batnandi og
landsliðið er alltaf að verða betra
eins og árangur sumarsins sýnir.
En því miður þá eru fjárhags-
vandræði mikil hjá FRÍ sem og
íþróttahreyfingunni í heild.
SKINFAXI
9