Skinfaxi - 01.10.1980, Qupperneq 11
Þingfulltrúar og gestir.
verkefna fjallað talsvert um lög NSU og gerðar
nokkrar breytingar. Stjórnarmonnum var tækkað úr
7 í 6. Atkvæðisrétturáársþingi fereftirlöndum þann-
tg að hvert land hefur jafn mörg atkvæði og það land
sem hefur ilest aðildarfélög, en tillaga haíði komið
frá Svíjum um að atkvæði væru aðeins bundin við að-
’ldarfélög, þannig að t.d. ísland heíði haft eitt at-
kvæði en Svíþjóð þrjú. Þá voru uppi nokkrar deilur
um það hvort uppstillingarnefnd skyldi starfa fyrir
þingin, og varð úr að svo verður áfram, enda geta
kosnmgar orðið nokkuð harðar á þingum NSU. At
hálfu UMFÍ sátu þingið þeir Jóhannes Sigmunds-
son, Pálmi Gíslason, Jón G. Guðbjörnsson og Sig-
urður Geirdal. Þá hélt Reynir Karlsson æskulýðs-
íulltrúi ríkisins erindi um æskulýðsdeild norræna
menningarsjóðsins, en hann á sæti í stjórn hennar og
kynnti hann bæði, úthlutunarreglur sjóðsins og
svaraði fyrirspurnum fundarmanna um ýmis atriði
varðandi úthlutanir síöustu ára, þess má geta að
NSU og einstök verkefni á þess vegum er verulega
háð þessum sjóði. Reynir leysti greiðlega úr öllum
spurningum og var gerður góður rómur að máli
hans. Á fundinum var síðan samþykkt ályktun sem
send verður sjóðsstjórninni þar sem látnar eru í ljósi
ahyggjur af tilhneygingu sem greinilega hefur orðið
vart, við úthlutanir síðustu ára, að veita sífellt stærri
hlut, til hinnar pólitísku æskulýðsstarfssemi.
Stjórn NSU fyrir næsta kjörtímabil var síðan kos-
in í lok þingsins og hlutu eftirtaldir kosningu.
Form. Tore 0sterás NBU Noregi
Aðrir Karen Bjerre Madsen DDGU Danmörk
Pálmi Gíslason UMFÍ Island
Henry Gustafsson F.sv.4.H ' Finnland
Sigvard Jóhannsson JUF Svíþjóð
Varamenn Unni Fortun NU Noregi
Karl Kring SDU Danmörk
Sigurður Geirdal UMFÍ ísland
Sargtt Breitenstetn F.4.H Finnland
Sonja Eriksson SUB Svþjóð
Þá var stjórnum aðildarfélaganna falið að tilnefna
fulltrúa í fastanefndir NSU fyrir 1. des. 1980.
Þess má geta að fulltrúar Svíþjóðar og Islands eru
nýir menn í aðalstjórn en varastjórn hefur ekki áður
verið kosin.
Leíðtogo- og storfsmonnonámskeið NSU
I sambandi við þingið er jafnan efnt til námskeiðs
á vegum NSU og ber gestgjafi þingsins ábyrgð á
undirbúningi og framkvæmd þess, en efni eða mottó
er hinnsvegar ákveðið af stjórninni og aðildasam-
böndunum í sameiningu. Að þessu sinni varákveðið
að Ijalla um tvö aðalefni. 1. Hvernig undirbúum og
SKINl'AXI
11