Skinfaxi - 01.10.1980, Síða 15
betur fyrir sínu og meira en það að
flestra dómi. Kristján Sigurðsson
og Elvar Reykjalín komu einnig á
óvart fyrir góðan árangur í há-
stökki og 110 m grindahlaupi.
Kastgreinarnar voru veikasti
hlekkurinn í karlaliðinu. Líklegt
er talið að Aðalsteinn Bernharðs-
son gangi til liðs við Eyfirðinga
aftur á næsta ári og verða þeir þá
ekki auðsigraðir í 2. deild.
Skarphédinsmenn sigldu milli
skers og báru í Borgarnesi ef svo
mætti segja, voru hvorki í veru-
legri fallhættu né í keppni um efsta
sætið. Liðið er nokkuð jafn sterkt
og margt efnilegt fólk í því. En
þannig hefur það verið allt of mörg
ar. Ef yrði gerð breyting á þjálfun-
armálum hjá Skarphéðni yrði lið-
ið kannski einhverntíma meira en
bara efnilegt. Landsmótin hafa
alltaf ýtt á Skarphéðinsmenn og
vonandi að svo verði fyrir Lands-
mótið á Akureyri. Þá styrkist liðið
mjög við endurkomu Vésteins
Hafsteinssonar og fleira fólks.
Þingeyingar féllu úr 1. deild
1979 og mega þakka Rögnu Erl-
‘ngsdóttur fyrir að bjarga þeim frá
íalli úr 2. deild 1980. Frábær
frammistaða Rögnu sem keppti í
5 greinum og tveim boðhlaupum
vakti geysilega athygli, en því
miður vakti einnig athygli slök
Irammistaða Þingeyinga. Ragna
hlaut 27 stig fyrir þær 5 einstakl-
íngsgreinar sem hún tók þátt í, en
allt karlalið Þingeyinga hlaut 27,5
sbg, en keppt var í 17 karlagrein-
um.
Ragna er geysilega skemmtileg
•þróttakona og hörð keppnis-
rhanneskja, en hún heldur ekki
HSÞ liðinu ein uppi í 2. deild tvö
ar í. röð. Ef Þingeyingar gera ekki
eitthvað róttækt varðandi keppn-
'sfólk sitt í frjálsíþróttum fyrir
nassta sumar býður þeirra ekkert
annað en fall í 3. deild.
Lið Skagfirðinga féll í 3. deild.
Kvennalið þeirra er allt of slakt til
að keppa í 2. deild. I karlaliðinu
eru efnilegir íþróttamenn svo sem
Gísli Sigurðsson ogjón Eiríksson.
Skagfirðingar mættu ekki með sitt
pórdís Hrafnkelsdóltir UÍA t.v. og Iris
Grönfeldt UMSB háðu harða keppni í há-
stökki í Borgarnesi.
sterkasta lið og tóku ekki þátt í 4 af
17 karlagreinum. Lið sem leyfir
sér slíkt vitandi að það muni
standa í fallbaráttu hlýturaðfalla.
3. D€ILD:
Á óvart kom í 3. deild hversu
sigur Snæfellinga varð naumur. Á
Blönduósi mættu heimamenn
ÚSAH með óvenjusterkt lið og
ógnuðu Snæfellingum sem fyrir-
fram voru taldir næsta öryggir
með léttan sigur. Snæfellingar
mættu með mun jafnara lið en
USAH og sigruðu á því. Þeir voru
með langsterkasta kvennaliðið og
næst besta karlaliðið. Snæfelling-
ar eru greinilega í sókn aftur í
frjálsíþróttum.
Austur-Húnvetningar áttu
sterkasta karlaliðið en kvennalið-
ið er áberandi slakara. Lið USAH
er á réttri leið.
HVlmenn mættu nú til leiks að
nýju og mega all vel við una, einn-
ig HSS (Strandamenn) sem tóku
aftur þátt í keppninni eftir stutt
hlé.
UNÞ sem kom úr 2. deild hafn-
aði nú í næst neðsta sæti 3. deildar
en UDNrak lestina að þessu sinni,
en þó með fleiri stig en á síðasta
ári.
IOKAORÐ
Ef litið er á árangurinn í stórum
dráttum þá eru það UMSB, UÍ A,
UMSE, HSH og USAH sem hafa
sýnt framfarir á árinu, HSK,
HVÍ, HSS og UDN standa nokk-
urn veginn í stað, en frekar virðast
vera á niðurleið UMSK, HSÞ,
UMSS og UNÞ.
Í.DCIID:
Karlar Konur Samtals
ÍR stig stig stig
89 61 150
KA 85 52 137
KR 52,5 51 103,5
Á 56,5 41 97,5
FH 60 35 95
UMSK 55 31 86
2. D€ILD:
UMSB 75,5 53 128,5
UlA 82 44,5 126,5
UMSE 64 62,5 126,5
HSK 59 48 107
HSÞ 27,5 44 71,5
UMSS 42 20 62
3.DCILD:
HSH 51 44 95
USAH 58 31 89
HVÍ 40 29 69
HSS 21 29 50
UNÞ 32 18 50
UDN 27 16 43
SKINFAXI
15