Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1980, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.10.1980, Qupperneq 18
VíðW v'ð Þóri Þorgeirsson Þegar hugleidd er saga lands- móta UMFÍ munu ýmis nöfn koma í huga. Einn er sá maður er tengist öllum landsmótum allt frá 1940, það er Þórir Þorgeirsson á Laugarvatni. Hann hefur starfað að þeim öllum, hefur undirbúið og stjórnað liði sínu HSK á 10 landsmótum og 8 sinnum haldið heim á leið með unninn sigur. Hann hefur unnið mikið starf. Hann hefur unnið sín störf í kyrr- þey og aldrei sótt í að vera í sviðs- ljósinu. Það lýsir honum kannski nokkuð að þegar ég bað um þetta viðtal sagði hann: „Við mig, ég held ég hafi ósköp lítið að segja.” Ég brá mér samt austur að Laugarvatni einn bjartan haust- dag. A skrifstofu hreppsins sett- umst við niður og með bleksterkt kaffi fyrir framan okkur urðu til nokkrar spurningar og svör. Fyrsta spurningin var um upp- runa og æskuár. Ég er fæddur árið 1917 að Hlemmiskeiði í Skeiðarhreppi og ólst þar upp. 1936 liggur leiðin að Laugarvatni og var ég í tvö ár í héraðsskólanum, síðan var ég eitt ár ráðsmaður hjá Bjarna skólastjóra og sótti þá tíma í íþróttakennaraskólanum. Síðan fer ég í íþróttakennaraskólann 1940 og verð íþróttakennari við héraðsskólann haustið 1941. Ég hef síðan verið íþróttakennari við alla skólana hér á þessum tíma. Nú síðustu árin þó eingöngu við Iþróttakennaraskólann. Þú hefur þá verið hér óslitið frá 1936? Já, að því undanskildu að ég var eitt ár við nám í íþróttakenn- araskólum í Danmörku og Nor- egi. Þú hefur gengið snemma í ung- mennafélag? Eg gekk í ungmennafélag Skeiðamanna strax eftir fermingu og starfaði þar uns ég ttuttist mng- að. Það má eiginlega segja að síð- an hafi ég verið í HSK. Ég varð starfsmaður HSK öll sumur frá 1946 til 1974. Nú er þetta mjög stórt svœði, var ekki erfitt að skipuleggja æfingar á svo mörgum stöðum? JÚ, hins vegar hafði ég æfinga- stjóra í öllum þeim félögum er störfuðu, síðan keyrði ég á milli, leit eftir og sagði til. Þetta hefur verið mjög tímafrekt? Já, þetta var mikill akstur á milli staða. Auk þess starfaði ég að mótum nær hverja helgi sumars- ins bæði mótum hjá HSK og eins hjá félögunum. Hvernig var aðfá fólk til æfinga? Það gekk vel eftir að fór að nálg- ast mótin. Það var hins vegar allt- af mesta vandamálið hvað fólk Að starfi með yngstu félögunum. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.