Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1980, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.10.1980, Qupperneq 20
inótunum, of't við mjög eríiðar að- stæður og þá reisn sem hefur verið yfir göngunni við mótssetningar. Hvað finnst þér um þróun lands- mótanna úr mótum sem hægt var að halda í dreyfbýlinu í þau stór- mót sem þau eru í dag? Þegar rætt er um þróun mót- anna frá því fyrsta þá er það aug- ljóst aðallaraðstæður hafa batnað til muna. Eg minnist þess þegar brautryðjandinn Sigurður Greipsson hélt landsmótið við Geysi þá voru aðstæður ekki sem bestar en keppendur og mótsgestir voru þó býsna ánægðir með alla framkvæmd og það sem boðið var uppá. Iþróttir, ræður, söngur og ýmislegt fleira var í hávegum haft að cg held meira hér áður fyrr, breytingin hefur orðið meiri á þann veg, að íþróttirnar hafa sótt á annað efni, sem f'ram fór á mót- unum. Aður stóðu mótin styttri tíma og fóru meira fram á einum stað, þau voru þar af’leiðandi per- sónulegri, fólk gat fengið aö sjá meiraafþvísem f'ram f'ór. Þróunin hef’ur færst yfir á það að mótin fara f'ram á ýmsum stöðum, svo erfitt er að fylgjast með öilu því sem í'ram fer. Iþróttagreinarnar ern orðnar svo margar að það er að verða ógerlegt að halda mótin út um hina dreyfðu byggð, og hal’a þau nú f'ærst í hina stærri kaup- staði. En ltvað um það, Landsmót UMI-'Í verða haldin í framtíðinni hvaðsem hversegirogþá er komiö að því hvernig þau eru f'ram- kvæmd í hvert sinn. Ég held að það hafi verið heppileg ákvöröun aö láta undanrásir fara f'ram í flokkaíþróttum útum land. Einnig tcl ég að nauðsynlegt verði í f'ram- tíðinni að meiri úrslit í'ari f’ram svo hægt verði að stytta mótstímann sjalf'an, þá á ég við endanleg úrslit í hinum ýmsu greinum fari fram á mótunum sjálfúm. Það er afar nauðsynlegt fyrir ungmennafé- lögin að vera í gangi með mótshald á milli landsmóta til þess að við- halda starfinu með markmið í huga. Iþróttirnar þurfa alltaf að vera í gangi því þær eru hinn stóri þáttur heilbrigðisþjónustunnar um fyrirbyggjaiidi aðgerðir gagn- vart sjúkdómum, því f'agna ég göngudögum og ýmsu því er vek- ur fólk til umhugsunar um nauð- syn hreyftngar í hvaða f'ormi sem er. Landsmót UMFI eiga eins og hingað til að flytjast á milli staða því þau hafa skilið eftir sig stór- kostlegan áfanga fyrir byggðalög- in í uppbyggingu íþróttamann- virkja. Það á að nota mótin áf’ram í þessum tilgangi meðal annars og jafnvel sníða þau eftir aðstæðum á hverjum stað. Nú er oft talað um almennings- íþróttir og íþróttir afreksmanna? Ég legg mikla áherslu á al- menningsíþróttir. Hins vegar tel ég að afreksmaðurinn sé nauðsyn- legur til að efla áhuga og fá fleiri til að vera með. Ef allir stunda íþróttir koma alltaf'fram einhverj- ir afreksmenn. Mig langar líka að leggja áherslu á það að f'ólk undir- búi sig vel fyrir keppni. Mæti snyrtilega klætt til leiks og sýni drengilega keppni. Með því sýnir fólk íþróttunum þá virðingu sem þær eiga skyldar. Nú hefur þú sennilega áttfáar frí- stundir og ekki getað sinnt öðrum áhugamálum? Þær hafá ekki verið margar. Mér finnst hins vegar ákaflega gaman að kenna. Síðustu ár haf'a frístundirnar farið talsvert í sveit- arstjórnarmál, en ég hef' verið oddviti hér f'rá 1970. Mesta á- hugamál mitt nú er að fá bætta aðstöðu við Iþróttakennaraskól- ann, þessi litla laug 12,5x6 m og salurinn 12x24 m þjóna öllum 5 skólunum hér. Þetta eru allt heimavistarskólar og það scgir sig sjálf't að þetta er með öllu ól'ull- nægjandi. Hvað finnst þé um þróun ung- mennafélagshreyfingarinnar frá því þú kynntist henni fyrir 50 ár- um og til dagsins í dag? Eg held að lítill munur sé á ung- mennafélagshreyfingunni sem slíkri f'rá upphafi, þetta var og er hugsjóna félagsskapur sem lætur sig varða allt milli himins og jarða ef svo má segja. Því er ég alltaf' nokkuð undrandi á því hve illa gcngur að f'á stóru sveitarfélögin til að skilja þessa starf’semi og styðja við bakið á henni, í staðinn eru sett á alls konar æskulýðsráð og nefndir sem peningum er ausið í, í stað þess að styðja við bakið á þessum f'élagsskap þar sem all- flestir þættir f'élagsmála rúmast í. Eg hcld að vænlegra væri fyrir sveitarf'élögin og ríkið að afhenda ungmennafélögunum peningana sem fara í þessi ráð og nef'ndir. Þá væri starfsemin á færri höndum en nú er og peningarnir kæmu e.t.v. að meira gagni. Ungmennafélögin eiga mikla f'ramtíð fyrir sér ef þau fá þá við- urkenningu sem þau eiga skilið, og þá peninga sem þarf'til að geta starf'að, það er ekki von á góðu þegar þessi félög eru fjárhagslega svelt eins og alltaf hef'ur verið. Þau haf'a oftast lif'að á hugsjónamönn- um sem ekki haf'a heimtað pen- inga að kvöldi, en það verður ekki unað við það til lengdar að ýmiss ráð sem eru að f'ara með sömu mál unglinganna fái launaða menn til starf'a og taka unglingana f’rá því frjálsa starfi sem ungmennafélög- in bjóða uppá. Ungmennaf'élögin og íþróttahreyfingin eiga að f'á þcssa starfsmenn og peninga sem varið er til ráða og nef'nda í sveita- f'élögunum. Og lokaorðin Þórir? Það er bjart framundan hjá ungmennafélagshreyfmgunni,. hún er með á stefnuskrá sinni þau málef'ni sem alltaf verða ungu fólki til þroska. PG 20 SK.INFAX1

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.