Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1980, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1980, Blaðsíða 4
Sambandsráðs fuudur UMFÍ 22. Samhandsráðsfundur UMFI var haldinn að Hrafnagils- skóla í Eyjafirði laugardaginn 8. nóv. sl. Formaður UMFI, Pálmi Gísla- son setti fundinn, bauð gesthog fulltrúa velkomna til starfa og drap á nokkra þætti í starfinu frá síðasta þingi UMFl og gat um helstu mál scm framundan væru. Starfsmenn fundarins voru kosnir: Finnur Ingólfsson og Jó- hannes G. Sigurgeirsson sem íundarstjórar og Björn Agústsson og Haukur Steindórsson sem rit- arar. Síðan var gengið til dagskrár sem hófst með því að fram- kvæmdastjóri UMFI, Sig. Geir- dal, fiutti yfirlitsskýrslu um starf- ið frá síðasta þingi. Þar var stiklað á stóru en víða komið við og má þar nefna störf og fundi stjórnar, Þjónustumiðstöðina, Skinfaxa, Þrastaskóg og Þrastalund, Göngu- dag íjölskyldunnar, Landshapp- drætti ungmennafélaganna, er- indrekstur og útbreiðslu, erlend samskipti, Félagsmálaskólann, Getraunir o.m.fi. Þóroddur Jóhannsson lagði fram greinargerð um störf lands- mótsneftldar, og fjallaði um und- irbúning og aðstöðu 17. Lands- mótsins almennt. Hermann Sig- tryggsson íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi Akureyrar gerði grein fyr- ir íþróttamannvirkjum bæjarins og gangi mála varðandi bygging- ar og endurbætur. Bar þar að sjálfsögðu hæst byggingu nýju íþróttahallarinnar. Nokkrar umræður urðu um 17. Landsmótið enda ljóst að það var aðalmál þessa sambandsráðs- fundar. Rætt var m.a. um þátt- tökugjöld, tilkynningafrest, breytt fyrirkomulag hcildarverð- launa, erlenda þátttöku o.ll. í lok umræðunnar bar Pálmi Gíslason upp tillögu um að 6 efstu sambönd í heildarstigatölu móts- ins fcngju sérstök verðlaun og var það samþykkt samhljóða. Aður en farið var afstað í skoð- unarfcrð til Akureyrar var borin upp tillaga um að fundurinn sendi eftirtöldum aðilum skeyti: 1. HSK v/70 ára afmælisfagnað- ar. I. Oskari Agústssyni Laugum v/ 60 ára afmælis. 3. Til Kefivíkinga vegna vígslu nýs íþróttahúss í Keflavík. Samþykkt með lófataki að senda þessar kveðjur. Er hér var komið lundinum, var gcrt fundarhlé og ekið til Ak- ureyrar, þar sem hádegisverður var snæddur í boði Kaupfélags Eyfirðinga, á Hótel KF2A. Eftir matarhlé var síðan ekið um bæinn og íþróttamannvirki skoðuð undir leiðsögn Hermanns Sigtryggsson- ar, og dvaldist mönnum sérstak- lega við að skoða hið,stórglæsilcga íþróttahús sem nú er í smíðum, en mun verða tilbúið til einhverrar notkunar fyrir landsmót. Að skoðunarferð lokinni var landsmótið enn á dagskrá og svör- Fundarsljórarnir Jóhannes og Finnur. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.