Skinfaxi - 01.12.1980, Blaðsíða 12
3 W
Skúla Óskarsson þekkja líklega
ílcst allir Islendingar fyrir afrek
sín í lyftingum. Nýlega náði Skúli
þeim frábæra árangri að setja
heimsmet í réttstöðulyftu, þcgar
hann lyíti 315,5 kg. Skúli keppir
fyrir UIA, Ungmenna- og íþrótta-
samband Austurlands. Af því að
ekki getur það nú talist algengt að
íslenskir ungmennafélagar setji
heimsmet, fengum við Skúla Ósk-
arsson nýbakaðan heimsmethafa
til að heimsækja skrifstofu UMFÍ
og tala við okkur í leiðinni um sína
íþrótt og sjálfan sig.
Skúli, hvernig hagaðir þú
œfingaundirbúningi fyrir heims-
metstilraunina?
,,Eg æíði nær eingöngu rétt-
stöðulyftuna cn hélt mér svona
sæmilega við í bekkpressunni og
hnébeygjunum.
Sem dæmi um eina æfingu í
réttstöðulyftunni rctt fyrir mótið,
þá byrja ég á að lyfta 100 kg 8
sinnum, síðan 140 kg 6 sinnum,
180 kg 5 sinnum, 230 kg 3 sinnum
300 kg2 sinnum, 260 kg 3 sinnum
og aftur 260 kg 3'sinnum. Hvíldin
á milli er ca 4—7 mínútur.”
Hvenær gerðirðu þér Ijóst að
Lyftingamaðurinn Skúli Oskarsson að setja heimsmet í réttstöðulyftu.
12
SKINFAXI