Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1980, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.12.1980, Qupperneq 22
Frá félagsmálanámskeiðinu á Kirkjubóli: Ágústína Bernharðsóttir, Mœðginin Ásta Ásvaldsdóttir og Ásvaldur Magnússon í Sólveig Ingvarsdóttir og Guðmundur Ingi Kristjdnsson. Tröð sóttu félagsmálanámskeiðið á Kirkjubóli. Ásvaldur erforntaður Umf. Onundar Hvernig var þátttaka í göngudegi fjölskyldunnar? Það var mjög góð þátttaka í göngudeginum. Eg vildi svo sann- arlega að sá dagur yrði tekinn upp sem árlegur viðburður. Þá fengi fjölskyldan sér göngutúr. Rétt geturðu ímyndað þér hvort ekki hefur verið gaman að sjá 4 ættliði saman á gangi hér út með Onund- arfirði nú í sumar. Eg vona að svo verði áfram því trimm og öll hreyfing er nauðsynleg. HVI átti í 3. sinn þátttakanda í norrænu ungmennavikunni s.l. sumar? Já, ég held að það sé rétt að þetta hafi verið í 3. skipti. Því mið- ur hefur ekki verið nógu góð þátt- taka héðan. Við höfum reynt að létta róðurinn. Þetta var nokkuð dýrt fyrirtæki í sumar en við greiddum fargjaldið innanlands fyrir stúlkuna sem frá okkur fór. Eg veit að þau sem frá okkur hafa farið áður eiga þaðan góðar minn- ingar. Þú hefur oft verið ómyrkur í máli þegar þú talar til landssamtakana UMFI og ISI. Hvernig eru þau tengsl í dag? Það er nú ekki gott að gagnrýna þjónustumiðstöð UMFI. Þar eru allir boðnir og búnir til þess að rétta hjálparhönd út á land og veita þær upplýsingar sem unnt er. Ég get ekki annað en sagt það sama um starfsfólk ISI. Þar er ný- lega búið að skipta um formann. Sveinn Björnsson gerði víðreist um landið meðan liann var vara- formaður og ég vona að þau tengsl haldi áfram. Annars finnstmér þeir megi skipta því meira á milli sín hverjir fara út á land. Ég veit ekki Á ferð okkar milli námsKeiða hittum við gjaldkera HVl, Asvald Guðmundsson, þarsem hann varað rafsjóða ýtutönn. hvernig þeir ætla að halda sam- bandi efenginn fer út á land nema Hermann Guðmundsson. Ut- breiðslustjórinn mætti t.d. koma miklu oftar en hann gerir. A síð- asta íþróttaþingi tók sæti í stjórn ÍSÍ formaður UMSK Jón Ár- mann Héðinsson. Ég bind miklar vonir við að hann láti gott af sér leiða á þeim vetvangi. Félagsmálafrœðslan ? Félagsmálafræðslan hefur verið á stefnuskrá síðustu 6 ár. Hér í sýslunni hafa aðeins verið færð upp 2 námskeið. Núna í haust upphófst mikill áhugi fyrir félagsmálafræðslu í Onundarfirði og víðar. Það var mjög ánægjulegt að fá þessa vítamínsprautu og ég lield að íþróttakennarinn sem var hjá Gretti haíí hjálpað mikið til. Fólk sýndi þessu mikinn áhuga enda héldum við á 10 dögum 5 námskeið. 1 helgarnámskeið á Núpi og síðan voru haldin 4 nám- skeið á dag. Á Flateyri fyrir há- degi og annað strax eftir mat, þriðja inn í Önundarfirði kl. 4 og að síðustu kvöldnámskeið á Flat- eyri. Þarna hefur hugur fylgt máli og ég vona svo sannarlega að þetta geti haldið áfram. Eg vil þakka Diðrik Halalds- syni fyrir hans framlag og hjálp til að hrinda þessu í framkvæmd. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.