Skinfaxi - 01.12.1980, Blaðsíða 6
ist við 1000 kr. pr. hvern skráðan
þátttakanda.
Næst var fundarmönnum skipt
upp í Ijóra starfshópa sem fjalla
skildu um ýmis mál sem fluttar
voru framsögur um á fundinum
en þau voru þessi:
Sig. Geirdal fjallaði um Lands-
happdrætti ungmennafélaganna,
Diðrik Haraldsson um Skinfaxa,
Finnur Ingólfsson um Félags-
málaskólann, Pálmi Gíslason um
Göngudag íjölskyldunnar og að
lokum lagði Sig. Geirdal f'ram
fjárhagsáætlun fyrir árið 1981.
Að þcssum framsöguræðum
loknum vargengið til kaííidrykkju
í boði sveitarfélaganna sem að
Hrafnagilsskóla standa og síðan
hófust nelndarstörfin. Pað helsta
sem hér verður getið um úr nefnd-
arálitum er eftirfarandi:
Skinfaxi. Nefndirnar voru
sammála um að breytingar á broti
blaðsins væru til bóta, en ábend-
ingar komu um ýmis atriði varð-
andi efni, einkum vildu menn
auka fjölbreytni þess.
Happdrættið. Allar nefndir
voru sammála um að núverandi
skipulag varðandi vinninga væri
gott, og einnig voru þær ánægðar
með sölulaunin í ár, sem eru 1000
kr. á miða. Auglýsingar í fjölmiðl-
um töldu menn létta söluna.
Göngudagur fjölskyldunnar.
Það var fullkomin samstaða um
að gera hann að árlegum viðburði
í starlinu og miða við fyrripart
júnímánaðar.
Félagsmálaskólinn. Menn
lýstu sig ánægða með starf og þró-
un skólans, og lögðu áhcrslu á að
hvergi yrði slakað á kröfum varð-
andi námskeiðin, mætingar eða
námsefni.
Fjárhagsáœtlunin var sam-
þykkt samhljóða en niðurstöðu-
tölur hennar voru nýkr. 914.000.
Nokkrar umræður urðu um lé-
lega mætingu á fundinn og vcrður
að teljast nokkuð til í því, þar sem
8 sambönd af 19 mættu ekki og
aðeins 3 af 9 félögum með beina
aðild mættu.
Undir liðnum önnur mál lagði
Haukur Hafsteinsson UMFK
fram umsókn um 18. landsmótið
frá UMFK og UMFN.
Að lokum þakkaði formaður
mönnum mætingu ogstörfá fund-
inum, heimamönnum ágætar
móttökur og mælti nokkur hvatn-
ingarorð í tilefni komandi lands-
mótsárs.
S.G.
Sendum ungmennafélögum
um allt land
; /
bestu jóla* og
nýjárskvcðjur ? ®
Deild Samvinnustarfsmanna
í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur
6
SKINFAXI