Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1980, Side 23

Skinfaxi - 01.12.1980, Side 23
Næst þurfum við að gera átak á ■Suðureyri og í Dýrafirði en þar hefur Kaupfélag Dýríirðinga, í til- efni afntælis síns, gefið peninga til þessa starfs. Félagsmálanámskeið getur aldrei orðið að veruleika nema einhver akiteri fyrir því. Það erum við búin að gera s.l. 6 ár en fyrst nú í haust fengum við já- kvæðar undirtektir. Það ná segja að Margrét Hagalínsdóttir, Ás- valdur Magnússon og Sigrún Gísladóttir hafi verið diggustu stoðir mínar að koma þessu á- hugamáli í höfn. Við þökkum Jóni spjallið. Hann er önnum kafmn maður. Auk þess sem hann stjórnar hér- aðssambandinu tekur hann virk- an þátt í verkalýðsbaráttunni, vinnur fullan vinnudag í kaup- félaginu auk þess sem hann er bóndi. Það er svo einkennilegt að menn sem virðast hafa mest að gera liafa nægan tíma. En lokaord Jóns. Ég vil þakka öllum sem stutt hafa sambandið og félögin á liðn- um árum þ.e. sveitarstjórnum, sýslufélagi og þeim sem tekið hafa þátt í starfseminni bæði í orði og verki. Orðsending Þráinn Hafsteinsson þekkið þið eflaustöll bœðisem íþróttamann og eins afstörfum hans á skrifstofu UMFI, 1978 og '79. Þráinn er nú kominn til okkar aftur í hálfsdags starfog fœr mörg og ólík verkefni við að glíma. Eitt af því sem hann hefur tekið að sér er að leiðbeina frjálsíþróttafólki ungmennafélag- anna um œfingar og þjálfun. Þetta verður að sjálfsögðu þjálfun úr fjarlægð en á því eru alls ekki eins margir vankantar eins og menn gætu haldið ífljótu bragði, enda má segja að þessi aðferð sé notuð um allan heim nú orðið. Þeir sem eru að æfa upp á eigin spýtur og hafa ekki aðgang að þjálfara á staðnum, geta því snúið sér til Þráins á skrifstofu UMFÍ bréflega, eða í sínui 14870 og hann mun senda þeim þar til gert eyðublað sem á að fyllast út með upplýsingum um viðkomandi íþróttamann, fram- haldið kemur svo afsjálfu sér. Þráinn verður við símann milli 9 og 12 fh. Það þarf naumast aö kynna Þráinn Hafsteinsson fynr frjálsíþróttafólki okkar, en auk þess að vera einn af bestu tugþrautarmönnum landsins, hefur hann getið sér gott orð sem þjálfari, enda hefur hann sjálfur notið tilsagnar margra þekktra og ágætra þjálfara, bæði intianlands og utan. Þráinn þjálfar nú m.a. frjálsíþróttalið UBK og frjálsíþróttafólk í. R. Þeir sem vilja notfœra sér þessa þjónustu eru beðnir að hafa samband við okkur sem allra fyrst. S.G. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.